Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 129 hafa þýðingu fyrir mat á hæð- arbreytingu eru, meðalaldur þeirra er mældir voru og hlut- failið milli hinna ýmsu þjóð- félagsstétta í rannsóknarhópn- um. Meðalaldur þeirra, er rannsakaðir voru 1910—’14, er sem næst 26,4 ár, og þeirra er rannsakaðir voru 1920—’23 um 26,9 ár eða V2 ári eldri. Það mun því láta nærri að 9 ár séu að meðaltaii milli fæðingarára mannanna í rannsóknarhópn- um 1910—’14 og 1920—’23 og verður þá árlegur hæðarauki á þessu tímabili ca. 0.08 cm. Um meðalaldur þeirra, er rannsak- aðir voru 1946, hef ég ekki aðr- ar upplýsingar en þær, að eng- inn er yngri en 19 ára, og engin gamalmenni eru í hópnum. Flestir þeirra, sem sigla til út- landa, munu vera ungt fólk til náms og eldra fólk í verzlunar- erindum o. þ. u. 1. Það er því trúlegt að tiltölulega margir séu 1 aldursflokkunum 19—25 ára og 40—60 ára. Aftur á móti í rannsóknarhópnum 1920— ’23, fer nokkuð jafnt lækkandi í aldursflokkunum frá 20—40 ára. Ef gert er ráð fyrir, að meðalaidur rannsóknarhóps- ins 1946 sé 35 ára, sem trúlega er frekar of en van, þá er hann 8 árum eldri en rannsóknar- hópurinn 1920—’23 og bilið á milli þeirra styttist sem því næmi og væri þá 16—17 ár. Hlutfallið milli þjóðfélags- stéttanna innan rannsóknar- hópanna er erfitt að meta, en yfirleitt munu tiltölulega fleiri en gerist í þjóðfélaginu vera úr þeim stéttum, er við bezt kjör búa. Þetta á við um alla hóp- ana, en sennilega í ríkustum mæli um þann frá 1946. Nú er það staðreynd, að þeir sem búa við góð kjör eru hávaxnari en þeir sem við lakari aðstæður lifa, svo af þeim ástæðum má búast við að líkamshæðin 1946 sé eitthvað of há miðað við hæðina 1920—’23. Guðmundi Hannessyni mældist meðalhæð stúdenta, embættis-, verzlun- ar- og iðnaðarmanna 174,6— 174,7 cm., en sjómanna og bænda 173,3 cm. eða um 1,35 Mynd I.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.