Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 131 minnst, að því er marka má af þeim fáu beinagrindum frá 17. og 18. öld er mældar hafa ver- iö. Hæð þessara karla var 162,5 em. Sé það rétt, og miðað við 0,08 cm. árlegan hæðarauka, þá ætti þjóðin að hafa byrjað að hækka 1784 eða upp úr móðu- harðindunum. Þetta má auðvit- að ekki taka bókstaflega, þar sem ekkert er vitað um hæðar- breytingar íslendinga á 19. öld, en aðeins sem meira eða minna líklega getgátu. En við skulum nú athuga með hverjum hætti hæðarauk- inn á 20. öldinni hefir orðið. Hæðarvöxtur á sér aðallega stað í vaxtarlínum leggbein- anna og á brúnum hryggjarlið- anna. Talið er að karlmaður hækki til 25 ára og kona til tví- tugs aldurs. Þetta mun þó ekki alls kostar rétt, þó að vaxtar- línur lokist um það leyti. Að minnsta kosti benda rannsókn- ir Buechi (9) til þess, að Sviss- lendingar hækki eftir 25 ára aldur. Hann mældi hæð og set- hæð 196 manna 20 ára og eldri og endurtók þessar mælingar á sömu mönnum að 9 árum liðn- um. Hæð karlanna hélt áfram að aukast til 45 ára aldurs og kvennanna til fertugs, en úr því fór hæðin lækkandi. Hæð- araukinn var um 0,4%. Set- hæðin hélt áfram að aukast nokkru lengur en hæðin og tals vert meira eða um 3%. Af þessu dregur höfundur þá ályktun, að hæðin hafi aukizt vegna leng- ingar hryggsins, en að gang- limirnir hafi snemma farið að ganga saman. Það virðist rétt, að hæðin hafi aukizt, en að fæt- urnir hafi snemma gengið sam- an, tel ég ranga ályktun. Það, að aukning sethæðarinnar sé meiri en hæðarinnar, finnst mér eðlilegt vegna aukinnar fitu, er sezt á sitjandann með aldrinum. Sá hæðarvöxtur, er verður eftir að vaxtarlínur eru lokaðar, ætti þá aðallega að fara fram 1 liðþófunum ifiilli hryggjarliðanna, en litla þýð- ingu mun hann hafa fyrir vöxtinn í heild, vegna þess hve liðþófavöxturinn er lítill miðað við vöxtinn 1 vaxtarlínum. Vaxtarskeiðinu má skipta niður í 4 tímabil. Það fyrsta nær til 5—6 ára aldurs og er vöxtur þá hraðastur. Annað vaxtarskeiðið er til 10 ára ald- urs hjá stúlkum og 10—12 ára aldurs hjá drengjum, þá er vöxtur hægari. Þriðja vaxtar- skeiðið nær til 14—15 ára ald- urs hjá stúlkum og 16—18 ára hjá drengjum. Á þessu skeiði fer kynþroski fram og vöxtur- inn er ör. Þá tekur við fjórða skeiðið með hægum vexti, sem endist þar til vaxtarlínur lok- ast. Hæðarauka má hugsa sér með þrennu móti. í fyrsta lagi, barnið fæðist stærra og heldur þeim hlutfallslega stærðarauka um allt vaxtarskeiðið. Línurit- in yfir hæð barna fæddra 1910

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.