Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 25
L Æ K N A B L A Ð I Ð 141 tekt tveggja heimila í Þingeyj- arsýslu á síðari hluta 18. ald- ar, sýslumannsseturs með 18 heimilisföstum mönnum og prestsseturs með 12 heima- mönnum, en mikill gesta og þurfamanna ágangur var á báðum heimilunum. Kornmat- arúttekt sýslumannsheimilis- ins samsvaraði 420 h.e. á mann, en á prestssetrinu komu 140 h. e. á mann á dag úr kornmat. Þegar tekið er tillit til að hér er um efnaheimili að ræða, og að fleiri munnar en heimilis- manna hafa notið mjölsins, þá geta þessar tölur vel samrýmzt innflutningi kornmatar þá, smbr. töflu VII. Fram yfir miðja 19. öld hefir liðlega helmingur af h.e. magni landsmanna verið úr mjólkur- mat, og hlutdeild kornmatar í fæðinu hefir vaxið að sama skapi sem neyzla mjólkurmatar hefir þorrið frá því á 18. öld- inni og er um 17% af orku- þörfinni um miðja 19. öld. Schleisner (23), sem rann- sakaði heilbrigðisástandið hér á landi laust fyrir miðja 19. öld, getur um búsílag 7 heimila víðsvegar á landinu með sam- tals 77 heimilismönnum. Korn- matarúttekt þessara heimila er að meðaltali 50 kg. á mann á ári og samsvarar það alveg inn- flutningi þessara matvæla kringum 1850, smbr. töflu VII. Á síðari hluta 19. aldar fer mjólkurneyzlan enn minnkandi og mest dregur úr henni í byrj- un 20. aldarinnar þegar fráfær- ur leggjast niður. Lágmarki nær mjólkurneyzlan í kring- um 1920, er þá aðeins 23,6% af orkuþörf þjóðarinnar. Allan þennan tíma fer notkun korn- matar og sykurs hraðvaxandi og nær kornmatarneyzlan trú- lega hámarki um 1920, en syk- urát mun enn vera að aukast. Nokkra hugmynd er hægt að fá um þátt eggjahvítu, kol- vetna og fitu í fæðinu á 18. og fyrrihluta 19 aldar af töflu VIII og skýrslum Skúla Magn- ússonar og Schleisners um bús- ílag heimilanna, sem þegar hef- ir verið minnzt á. Beztar eru heimildirnar um kolvetna- magnið, því megnið af því fæst úr mjólkinni, kornmatnum og sykrinum. Á 18. öld var hér ekki teljandi garðrækt né innflutn- ingur á jarðeplum, en nokkur kolvetni hafa landsbúar fengið úr innlendum gróðri og þá fyrst og fremst fjallagrösum og sölum. Á heimilunum, sem Skúli Magnússon tilfærir, var grasaforðinn 1 hestur á mann, eða um 128 kg., sem samsvarar 1050 h.e. á dag. En um þessa miklu grasanotkun farast Skúla svo orð: „Svo mikil nyt- semd af grösum sem hér er um mælt efaz eg at nockrstaðar á íslandi verit hafi almenn, á núverandi ölld eðr hundrað ára tíma, nema í Þingeyjar og Múlasýslum og þó ecki helldr

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.