Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 149 stærra en eðlilegt er, eftir öðr- um hlutföllum líksins. Þess vegna eru hálslíffæri, lungu og hjarta tekið úr í einu lagi en þegar hjartað er klippt upp, þá sést að art. pulmonalis og greinar hennar ganga eðli- lega sitt í hvort lunga, en ein í heinu áframhaldi inn í aorta og virðist það vera mjög víð- ur gangur svo að meiri hluti blóðsins hefur farið þá leiðina inn í aðalblóðstrauminn. Hjartalokur virðast faila eðli- lega. (Sjá mynd). Lifrin vegur 250 gr. og er eðlileg og hin líffærin virðast yfirleitt eðlileg að sjá með berum augum. Þyngd fer hér á eftir: Miltið 24 gr. Hægra nýra 14 gr. og vinstra nýra 15 gr. Thymus 11 gr. — Var enginn vottur um vanskapnað á þess- um líffærum. Heilabúið var opnað: Heilahimnur voru eðli- legar og heilinn vóg 885 gr. og á gegnskurði var ekkert sérstakt við hann að athuga. N. optici heggja vegna voru teknir til smásjárrannsóknar. Smásjárathuganir: I sneiðum lir hinum ýmsu líffærum sést aðeins mjög áberandi stasis, einkum í lifur og nýrum. Ekki sést neitt sérstakt við skoðun á nervus opticus. Sections diagnosis: Ductus arteriosus Botalli persistens Status p. operationem (Extrac- tio linearis). Hæmostasis organ- orum. Meðfædd gruggun (ógagnsæi) í ljósbrjótnum er algeng sem arfgengt frábrigði (anomalia), og sömuleiðis er lineigð (dis- position) til æsku- og elli-star- blindumyndunar þekkt fyrir- brigði gegnum marga ættliði, þótt einn og einn ættliður geti sloppið. Koma þá oft fram alveg vissar starblindumyndir i ljós- brjótnum. Virðist hér vera um ríkjandi (dominant) arfgengi að ræða. Samfara þessum með- fæddu starhlindumyndunum hafa þá oft komið fram ömiur fráhrigði í augum, eins og t. d. strabismus, nystagmus, aniridia og amhlyopia, margs konar gall- ar í útlimum, beinavaxtartrufl- anir og andlegur vanþroski. Sem kunnugt er, hefir allt verið mjög á huldu um orsakir ýmissa sjúkdóma og vansköp- unar, og hefir því að vonum vakið athygli, ef tekizt hefir að hregða birtu yfir eitthvað nýtt á þessu sviði. Árið 1941 ritaði ástralskur læknir um meðfædda starblindu (cataracta), sem að öllum lík- indum orsakaðist af því, að mæðurnar höfðu fengið rauða hunda (rubeola) á fyrstu mán- uðum meðgöngutímans. Þess liáttar tilfellum hefir verið safnað saman, bæði í Ástrahu og síðar í mörgiun öðrum lönd- um, og hefir komið í ljós, að börn þessi fæðast ekki eingungis

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.