Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 37
L Æ KNABLAÐIÐ 153 að skaðað augu sex vikna í'óst- urs, sem hvorki hefur sér til hlifðar augnlok, Descemeti- né Bowmans-himnu, og liggur varnarlítið með yfirborðsþekju sína að fósturvatninu. Þar eð fyrirbrigði þetta kemur ekki fyrir eftir þriðja mánuð með- göngutímans, liggur nærri að halda, að augnlokin, membrana Descemeti og Bowmani séu aug- unum nægjanleg vörn eftir þennan tíma. Swan rannsakaði nákvæm- lega þrjú börn, sem dóu áður en þau náðu 10 vikna aldri. Mæður þeirra höfðu fengið rubeola á öðrum mánuði með- göngutímans. Þau höfðu öll hjarta-insufficiens. Tvö höfðu cataracta, annað aðeins annars vegar. I öllum börnunum fannst ductus Botalli og foramen ovale opið, og eitt hafði þar að auki galla (defect) í septum ventri- culorum. I lens fundust necrotiskar breytingar í nucleus lentis, og ói-eglulega lagaðir frumuþræðir. I nýrum fundust sclerotiskir blettir í glomeruli og skemmd- arblettir í lifrinni. Það verður að teljast sannað, að rauðir hundar geti valdið breytingum i ýmsum líffærum líkamans á fyrstu mánuðum fósturlífsins. Menn hafa reynt að finna samband milli þess um hvert leyti meðgöngutím- ans konurnar veikjast -— og hins vegar hvaða líffæri verða fyrir skemmdunum, þvi talið er, að hvert líffæri sé sérstak- lega viðkvæmt á vissu þroska- stigi, einkum á meðan hin hár- fína greining líffæranna á sér stað, og viti menn hvenær kon- an veikist og hvenær hún hefur orðið barnshafandi sé nokkurn veginn hægt að segja fyrir, hvaða vansköpun muni helzt koma l'ram á fóstrinu. Hættast er talið, að börnin fæðist með starblindu, ef móðirin veikist um 6. viku meðgöngutímans, heyrnarleysi um 9. viku, og hjartasjúkdómar frá 5.—10. viku o. s. frv. Er þetta sett fram, eftir þeim skýrslum, sem náðst hefur til. Það er einkennilegt, að menn skuli ekki fyrir löngu hafa tekið eftir sambandi milli rube- ola og vansköpunar, og marg- ir vísindamenn liafa dregið það í efa, að þessi útln-otasjúkdóm- ur væri hin raunverulega orsök vansköpunarinnar. Bauðir hundar eru eins og kunnugt er venjulega meinlaus sjúkdómur, sem hefur ekkert sérstakt ein- kennandi, að undanskildum út- brotunum, dálítið bólgnum hálseitlum og auknum plasma- cellum í blóðinu. Flestir fá sjúkdóm þennan í æsku, og er honum venjulega ekki veitt sérstök athygli — landlægur sjúkdómur, sem öðru hvoru gengur yfir sem farsótt. Svo virðist, sem faraldurinn geti stundum orðið illkynjaðri eins

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.