Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1950, Síða 7

Læknablaðið - 01.08.1950, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ GEPIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: BJARNI KONRÁÐSSON og JÚLÍUS SIGURJÓNSSON. 35. árg. Reykjavík 1950 5.—6. tbl. - Akureyrarveikin 1948-49. (Björn Sigurðsson, Júlíus Sigurjónsson, Jón Hj. Sigurðsson, Jó- hann Þorkelsson og Kjartan Guðmundsson). Faraldurinn mikli, sem gekk á Akureyri fyrri hluta vetrar 1948—49, var í byrjun talinn mænusótt og að því er virtist með gildum rökum En er á leið þótti veikin í ýmsu haga sér allólíkt því, sem vænta mátti af mænusótt og var því oft kölluð „Akureyrarveikin“, og er því nafni haldið hér. Eins og nærri má geta var annríki læknanna á Akureyri mikið, nokkrir þeirra veiktust og gátu ekki sinnt störfum um lengri eða skemmri tíma Landlæknir gerði því ráðstaf- anir til að fá héraðslækninum aðstoð við athuganir á faraldr- inum. í lok nóvember fór einn okkar (J. Hj. S,) til Akureyrar og skoðaði hann 25 sjúklinga meðan hann dvaldist þar. í janúar fóru B. S, og J. S. norð- ur til þess einkum að afla yfir- lits yfir háttalag faraldursins og ná sýnishornum frá sjúk- lingum til virusrannsókna. Loks fór svo K. G. norður í september 1949, til þess að skoða sjúklinga, sem enn kvörtuðu um eftirstöðvar af veikinni. Yfirferð faraldursins og háttalag. Þ. 25. sept. veiktist 18 ára piltur á Svalbarðsströnd, 16. okt 21 árs stúlka á Akureyri og 19. okt. 18 ára piltur 1 Arn- arneshreppi, Öll virtust þau hafa greinilega mænusótt, enda fengu þau miklar laman- ir. Ekki varð rakið neitt sam- band á milli þeirra. Enn voru skráðir 4 sjúkl. í okt., 3 á Akur- eyri og 1 annars staðar í hér- aðinu, en aðeins einn þeirra fékk lítils háttar lömun . Síðan er fjöldi skráðra sjúklinga

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.