Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1950, Page 7

Læknablaðið - 01.12.1950, Page 7
LÆKNABLADID GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: BJARNI KONRÁÐSSON og JÚLÍUS SIGURJÓNSSON. 35. árg. Reykjavík 1951 9.—1A ~* RESECTIO VEi\TRICm vegna ulcus veulrieiili et ilu«(leiii pro) íf. Cfu.£m.u.ncl CJkoroddi ien Erindi flutt i L. R. í febr. 1951. Lækningin á ulcus pepticum, hvort heldur er í maga eða skeifugörn, hefir lengst af heyrt undir lyflæknana og heyrir enn að miklu leyti. Þetta er ekki að undra, þar sem sjúkdómur- inn er mjög hægfara og lang- vinnur og auk þess svo duttl- ungafullur, að um langa tíma getur sjúklingunum liðið ágæt- lega, þeir verið einkennalausir eða því sem næst, þó að þeir annað veifið geti varla á heil- um sér tekið vegna verkja og ýmiskonar vanlíðunar, svo ekki sé talað um alvarlegustu fylgi- kvillana, ákafar blæðingar, sprungið sár eða veruleg þrengsli af völdum sársins. Það er líka svo, að fjöldi magasárssjúklinga gengur með sjúkdóm sinn árum og jafnvel áratugum saman, án þess að leita sér lækninga nema endrum og eins. Þetta á helzt við um þá, sem vinna létta vinnu og geta lifað áhyggju- litlu lífi. Það er því ekki að undra þótt tiltölulega seint hafi komiö til kasta skurðlækna að fást við þessa sjúkdóma, meðan segja mátti, að sérhver aðgerð á inn- ýflum væri lífshættuleg. Það eru ekki nema um 70 ár síðan fyrst var farið að gera resectio ventriculi og þá auðvitað byrj- að á krabbameini í maga, enda þá lengi vel ekki hættandi á svo vafasama aðgerð við sjúk- dómi, sem hægt var að þrauka með árum saman, jafnvel þótt við lélega heilsu væri. Sprunginn maga var reynt að gera við, því að þar var um lífið að tefla, en seinna komu stenosurnar. Þá var eðlilegt, að menn reyndu við þeim gastro- enterostomiu, sem var miklu hættuminni aðgerð en resectio, og oft með ágætum árangri. G.-e. varð aðal-skurðaðgerðin

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.