Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1950, Page 24

Læknablaðið - 01.12.1950, Page 24
146 LÆKNABLAÐIÐ dómsins og hvatti til þess að' reyna að nema æxlið á brott í gegn um bronchoskop. Árið 1942 greindu Clerf og Bucker frá 243 sjúklingum með bronchus æxli, bæði ill- og góð- kynja, sem þeir höfðu rannsak- að, meðal annars með bronch- oskopi, á undanförnum 15 ár- um. 35 þeirra, eða 12%, höfðu verið með bronchus adenom. Lowry og Rigler töldu æxlið ekki eins algengt og Clerf og Bucker gerðu. Álitu þeir að 6% allra æxla væru adenom, en töldu það þó algengast góð- kynja æxla. Menn hafa ekki verið á eitt sáttir um úr hvaða frumum adenomið myndast og hafa komið fram þrjár höfuðskoð- anir um það atriði. Stout held- ur því fram aö flest æxlin myndist úr frumum þeim, sem Hamperl lýsti fyrstur og nefndi ,,onkocyta“. Forster-Carter tel- ur æxlið svipaðs eðlis og blönd- unaræxli í munnvatnskirtlum og að það sé ávallt myndað úr kirtlum slímhúðarinnar. Willis styður einnig þessa kenningu. Loks telja Womack og Graham að uppruna æxlisins sé að leita í truflunum á bronchus mynd- un á fóstursskeiði. Það er athyglisvert, að æxlið mun sjaldan eða aldrei mynd- ast í bronchus, sem er minni en 1 cm. í þvermál, og auðveld- ar þetta mjög sjúkdómsgrein- inguna. Áður fyrr töldu menn að æxlið yxi einungis inn í bronchus, en seinni rannsókn- ir hafa sýnt að svo er ekki, heldur vex það oftast einnig út frá bronchus, inn í lungna- vefinn. Þegar æxlið stækkar, verður það mjóst um miðbikið, svipað og stundaglas í lögun. Sá hlutinn, sem að bronchus veit, er þá fastur á stilki og sveiflar með önduninni. Síðar, þegar æxlið stækkar og fyllir út bronchus göngin, leitar það frekar upp en niður eftir bronchus, vegna hóstans. Til skamms tíma var sú skoðun ríkjandi, að adenomið væri algjörlega góðkynja æxli, en í seinni tíð hafa þó komið fram raddir, sem halda því fram, að æxlið sé ekki eins sak- laust og fyrr var talið. Telja þeir að það hafi suma eigin- leika illkynjaðs æxlis og að þaö sé að minnsta kosti „poten- tielt malignt“, þótt skyldleiki þess við góðkynja æxli sé meiri. Styðja þeir skoðun sína meðal annars við nokkur tilfelli, sem Adams birti lýsingu á 1942, þar sem hann kvaðst hafa fundið þrjá sjúklinga með meinvarp (metastasis) út frá bronchus adenomi, í einu til- felli í hryggjarlið, öðru í lifur og þriðja í bronchus-eitlum. Anderson hefir sömuleiðis fundið eitt tilfelli svipaðs eðlis. Afbrigði þessi, þótt sjaldgæf séu, eru þeim mun undarlegri sem öll byggingin ber annars

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.