Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1956, Side 18

Læknablaðið - 01.04.1956, Side 18
8 LÆKNABLAÐIÐ Óreglulegt víkjandi arfgengi. Við víkjandi arfgengi geta komið fyrir ýniis afvik á svip- aðan hátt og við ríkjandi arf- gengi, bæði frá erfðastofni og öðruni samverkandi áhrifum. Gláka. Eftir að hafa stiklað á stóru um erfðir langar mig til þess að fara nokkrum orðum um þann augnsjúkdóm, sem við höfum tíðastan og alvarlegast- an hér á landi, hvernig hann hagar sér, tiðleika, erfðir o. fl. Sjúkdómur þessi hefur ver- ið mjög mikið rannsakaður, t. d. í sambandi við almenna sjúkdóma, sjónlag (refrak- tion), blóðþrýsting, endokrína sjúkdóma, taugatruflanir, sál- ræn áhrif, erfðir o. fl. Gláku köllum við það ástand augans er augnþrýstingurinn fer yfir sín eðlilegu takmörk um lengri eða skemmri tíma, með þeim afleiðingum, að flestir v,erða hlindir, ef ekki er eitthvað að gert. Við greinum prímera gláku frá sekundaria. Hinn prímeri glákusjúkdómur getur hyrjað með mjqg háum augnþrýst- ingi, miklum þrautum og bólgu (glaucoma acutum) eða mjög liægfara, lítið hækkuðum þrýstingi og eðlilegu útliti augnanna, glaucoma simplex. Stundum kemur glákusjúk- dómurinn fram sem nokkurs konar millistig milli þessara tveggja, sjúklingarnir sjá í móðu eða regnbogaliti (glauc- oma inflammatorium clironi- cum). Við afleidda (secundaria) gláku stafar augnþrýstingur- inn af bólgu, meiðslum, með- fæddum vanskapnaði, sérstak- lega í frárennslisbrautum augnvökvans í framhluta aug- ans o. fl. Greint er á milli gláku hjá börnum, unglingum og l'ullorðnu fólki, vegna þess, að þrýstingshækkun í barna- augum v.eldur nokkuð öðrum breytingum í útliii augnanna en hjá eldra fólki. Barnagláka (hydrophthalmus) stafar oft- ast af þvi, að frárennslisganga augnvökvans vantar eða þeir eru vanskapaðir, sérstaklega canalis Schlemmi, ligamentum pectinatum og trabecula fram- hólfsins. Ilornhimnu- og hvíthimnu- vefir augans eru mjúkir og láta undan Iiinum háa þrýstingi svo augun stækka mikið, þenj- ast út. Barnagláku er það sam- eiginlegt gláku fullorðins fólks að ej'ðileggja sjónhimnu og sjóntaug augans, sem eru mjög viðkvæmar gagnvart háum þrýstingi. Barnaglákan er oftast arf- gengur sjúkdómur, sem erfist aðallega eftir víkjandi erfða- lögmáli. Prímera glákan kemur

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.