Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1956, Qupperneq 23

Læknablaðið - 01.12.1956, Qupperneq 23
LÆKNABLAÐIÐ 133 Pdti Si#nr& íóion: Athnganir á hryggjarliðsskriði (Erindi flutt í Læknafélaginu Eir 25. okt. 1956). Hryggj arl'ðsskrið hefur lengi verið þekkt sjúkdómsfyr- irbæri. Sennilega er því fyrst lýst af belgiskum fæðingar- lækni 1782 (Herbiniaux) og þá sem fæðingarhindrun. Frá 19. öldinni eru rit þeirra Kilians og Neugebauers merk- ust. Kilian (1853) gaf fyrirbær- inu nafnið spondylolisthesis, en fram til þess hafði það geng- ið undlr nafninu luxatio. Hann gaf þá skýringu á nafngiftinni, að hér væri um að ræða breyt- ingu, sem gerðist smám saman á löngum tíma, en luxatio gerð- ist venjulega snögglega. Neugebauer reit 1881 merkt i'it um hryggjarllðsskrið, sem liefur að geyma líffræðilegar athuganir á þeim tilfellum, sem þá voru þekkt, og ályktanir um eðli og þróun sjúkdómsins. Það er fyrst þegar kemur fram á 20. öldina, að farið er að gefa gaum sjúkdómsmynd lu yggjarliðsskriðs, og þá v,erð- ui’ til samfellan hryggjarliðs- los—hryggj arliðsskrið. Athugun sjúkdómsins síð- ustu áratugi hefur einkum Þyggst á röntgenskoðunum, og þekkingin á sjúkdómsmynd- inni hefur því að miklu leyti haldizt í hendur við framþró- un röntgentækni. Á því sviði hafa sem kunnugt er orðið stór- stígar framfarir, það eru til dæmis ekki nema um 30 ár síð- an fyrst var tekin viðunandi hllðarmynd af mjóhrygg. Auk þess hefur aukinn áhugi á hryggsjúkdómum almennt vakkð því að liryggjarliðsskrið hefur meir en fyrr komið til rækilegrar athugunar. Hryggjarliðslos má skil- greina sem missmíð í bein- gerð liðbogans milli smálið- anna, svo að þar beingerist ekki, heldur verður þar brjósk eða bandvefur og getur líkst fölskum lið. Ýmsum getum hefur verið að því leitt, hvað ylli þess- ari missmíð, en ekki hefur enn tekizt að skýra það Lil hlítar. Helztu kenningar um orsakir feyrunnar eru þessar. f fyrsta lagi, að um sé að ræða fjölgun beinkjarna þeirra, sem liðbog- arnir beingerast frá. V.enjulega beingerist hvor bogahelming- ur frá sínum kjarna. í stað þess ættu þá að vera tveir bein- kjarnar í hvorum bogahelming, og síðan að myndast brjósk-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.