Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 16
70 L Æ K N A B L A Ð I Ð fyrir livað væri verið að gera. Framkoma dr. Ilelga gagn- vart sjúklingunum var í öðru eftir þessu. Hann hataði óvirkni, reyndi með öllu móti að gera sjúklingana virka á einhvern hátt. — Hlaut hann í því efni lieilshugar stuðning starfsfólks- ins og þá ekki sízl vfirhjúkrun- arkonunnar og starfsliðs henn- ar, sem var að bæta þessum fyrsta vísi vinnulækninganna ofan á hjúkrunarstörf sín. — Stórt skref var stigið í réttu átt- ina, er loks var ráðinn vinnu- kennari (therapeut) að spítal- anum. Varð fljótt ljóst, að þarna var aðferð, — hjálpartækni, sem reið á að nýta til fulls. — En það hefur lengi verið við ramman reip að draga, að hrinda af stað framkvæmdum, sem hið opinbera á að standa að baki. Dr. Helgi lét heldur ekki sitt eftir liggja, þegar um það var að ræða, að koma sjúklingum út í lífið aftur að lokinni sjúkra- lmsvist. Hann var þá ekki aðeins yfirlæknir spítalans, heldur ár- maður sjúklingsins. Samstarfsmönnum sinum, læknum og hjúkrunarkonum, var dr. Helgi hinn hezti vfir- hoðari. Get ég vart hugsað mér mann, sem betra væri að vinna með, allra hluta vegna, að feng- inni 9 ára reynslu. Einn þátturinn enn í yfir- læknisstörfum dr. Helga Tóm- assonar má heldur ekki gleym- ast, en það er kennslustarf lians. Hann var kennari i geðsjúk- dómafræði við læknadeild Há- skólans frá 1939. Þær kennslu- stundir voru lengst af haldnar inni á Kleppi og ég minnist þess, að við stúdentarnir hlökkuðum til þeirra. En dr. Helgi kenndi læknanemum lika þau tímabil, sem þeir unnu á Kleppi í sam- bandi við námið. Var varla sá stofugangur, að ekki væri eitt- hvað nýtt að læra, bæði af því sem hann sagði og því sem hann var. Dr. Helgi var starfsmaður með afbrigðum, svo okkur sem þekktum liann, stórfurðaði á því, hver feikn liann komst yfir. Honum féll líka vart verk úr hendi. Fáir læknar íslenzkir livgg ég Iiafi fylgzt eins vel með á sínu sviði og enginn betur. Það var ekki geðsjúkdómafræð. in ein, sem hann fvlgdist með, það nægði honum ekki. Hann þurfti að sjá þau fræði frá sem flestum sjónarmiðum. Fvlgdist hann þvi mjög með í fvsiologi, biochemi, endokrinologi og pliarmacologi, svo eittlivað sé nefnt. Hvernig var þetta hægt? Okk- ur rétt venjulegum mönnum gengur erfiðlega að botna í því. En dr. Ilelgi tók daginn snemma, byrjaði oft og einatl að lesa kl. 6 á morgnana og liafði þar að auki fágætt lag á því að tileinka sér — „assimil- era“ — það sem bann las. I viðbót við fagið átti dr. Helgi ýms áhugamál, sem hann

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.