Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 24
74 L Æ K N A B L A Ð I Ð moglobin og sökk var eðlilegl. Útbrotin voru í fyrstu skýrð sem lyfjaofnæmi. Hugleiddur var möguleiki á lupus erythematos- us disseminatus og öðrum col- lagen sjúkdómum. Útbrotin og rauðu blóðkornin i þvagi gátu bent í þá átt, en serum protein voru eðlileg. Ástand sjúklings hélzt óbreytt fyrstu dagana eftir komu i spít- alann. Reynt var að gefa pyri- benzamin, en það bafði engin álirif á útbrotin. Tiu dögum eftir komu var byrjað á deltacorton-gjöf, 60 mg á dag. Líðan fór fljótlega að batna að mun, og við skoð- un varð sú breyting, að rauðu blettirnir tóku að lýsast og einn- ig minnkaði mikið bólgan á úln- liðum, höndum og fótum og lið- hreyfingar urðu liðugri. En nokkrum dögum síðar fór sjúk- lingur að kvarta um almenna vanlíðan og svefnleysi og varð þunglynd. Þá var deltacorton minnkað, og fljótlega var alveg liætt við það. I byrjun nóvember, eða tæp- um mán. eftir komu i spitalann, var sjúklingur verkjalítil, en fór þá að kvarta um dofa í fótum og höndum, sem hún hafði lítið gert úr áður. Þá var því einnig veitt athygli, að thenar-vöðvar á liægri liendi voru mjög rýrir, og kom það nú betur i Ijós, eftir að bólgan var að mestu runn- in af liendinni. Var þá farið að nýju yfir sjúkrasögu sjúklingsins og gerð rækilega neurologisk skoðun. Sjúldingur var fremur dul og því allerfitt að fá fram ná- kvæma sjúkrasögu. Þó kom i Ijós, að fyrir um það bil 4 ár- um fór að bera á annarlegri til- finningu í hægri stórutá, er smám saman breyttist í dofa- tilfinningu. Áleit sjúklingur sjálf, að þetta stafaði af gamla meiðslinu í tánni. Þessi dofa- tilfinning breiddist svo smám saman út og náði nú yfir allan hægri fót upp fyrir ökla. Einnig var farið að bera talsvert á dofa í vinstra fæti. Sjúklingi fannst liægri fótur óeðlilega stór og kannaðist varla við liann lengur. Þegar sjúklingur gekk, fannst henni sárt að stiga í fæturna, eins og liún væri að ganga á eggjagrjóti. Fyrir nokkrum mánuðum fór að bera á þessari dofatilfinningu í hægri hendi og á undan fór annarleg tilfinn- ing í liendinni. Nokkrum vikum áður en sj úklingur kom á spital- ann, fór einnig að bera á dofa- tilfinningu í vinstri hendi. Fyrir um það bil 2 árum fóru kraft- ar að minnka í vinstri hendi. Man sjúklingur eftir þessu i sambandi við það, að liún vann þá við ræstingu, og varð að hætta þeirri vinnu vegna þess, að hún hafði ekki nægilegan þrótt í hægri hendi til að vinda þvottaldútinn. Aðspurð man hún eftir því, að tlienar-vöðvar á liægri hendi voru þá farnir að rýrna. Loks segir sjúkling- ur, að i nokkur ár hafi borið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.