Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 75 á þreytuverk í liægri handlegg og hægri ganglim, ef liún geklc eitthvað að ráði. Gerir hún lít- ið úr liðverkjum og segir verk- ina ekki liafa verið frekar bundna við liðina en aðra hluta hægri liandleggs óg ganglims. Við neurologiska skoðun kom eftirfarandi i ljós: Armlimir: Vöðvar á hægri hendi eru mjög atrofiskir, sér- staklega thenar- og hypothenar- vöðvar. Kraftar eru mikið minnkaðir i hægri hendi, sér- staklega eru mjög litlir kraftar í mm. interossei og lumbricales, og adductor og opponens pollicis alveg lamaðir. Allar hreyfingar í liægri hendi eru sárar. Kraft- ar eru lítils háttar minnkaðir í vinstri liendi og nokkur rýrn- un á thenar-vöðvum. Tonus er eðlilegur i handleggjum og sina- reflexar eru eðlilegir. Sársauka-, snerti-, hita- og kuldaskyn og stereognosis er nær alveg upp- hafið á hægri hendi og mikið minnkað á vinstri liendi. Einnig ber nokkuð á bj'peresthesi á köflum. Stöðuskyn er mikið truflað á hægri hendi. Nokkur ataxi er á hægri hendi, en get- ur stafað af þróttleysinu í hend- inni. Vibrations-skyn er sæmi- legt, engin dysdiadochokinesis. Tæplega er um þykknun að ræða á nn. ulnares. Fótlimir: Engar selectivar atrofiur, en allir vöðvar fremur rýrir. Kraftar diffust minnkaðir i hægri fótlim, einkum distalt og sérstaklega við plantarflexio. Tonus er eðlilegur. Sinavið- l)rögð eru lífleg og jöfn. Bahin- ski -r-. Sársauka-, snerti-, liita- og kuldaskvn er alveg upphafið á hægra fæti upp fyrir ökla, og nokkuð minnkað upp eftir liægri fótlegg, einkum lateralt. Einnig að mestu upphafið á vinstri il og minnkað á vinstri rist. Nokkuð her á hyperesthesi. Stöðuskyn er ekki öruggt á liægra fæti og hæl-lmé próf er dálítið óvisst liægra megin. Vibrationsskyn eðlilegt. Húðbreytingar eru þessar: A andliti eru rauðleitir blettir, frá 25-eyrings upp i barnslófa stórir. Þeir eru þurrir, sumir svolítið upphækkaðir, einkum rendurnar, skarpt afmarkaðir. Sumir eru nær kringlóttir eða sporöskjulaga, en aðrir óreglu- legri i laginu. Húðskyn er greinilega minnkað i sumum blettunum og þeir liafa tilhneig- ingu til að lýsast, einkum í miðj- unni. Staðsetning blettanna er sem hér segir: Einn er ofarlega á enni vinstra megin, einn ofan við livora augabrún og nær ann- ar þeirra ofan í augabrúnina. Eru augnabrúnahár allmiklu gisnari þar en annars staðar. Þá er blettur á ofanverðu nefi, báð- um kinnbeinum, vinstra kjálka- Ijarði og aftan á liálsi. Nokkrir svipaðir bleltir eru á framhand- leggjum og fótleggjum. A liægra handarbaki er liúðin þunn, atrofisk og glansandi, en grámött á fingrum hægri hand- ar. Minna ber á þessu á vinstri

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.