Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 29
L .V. KNABLAÐli) 79 voru utan spítala fyrstu árin, sem holdsveikraspítalinn starf- aði. Að nokkru leyti hefur þetla stafað af því, að sjúklingar komust ekki á skrá og einnig iiefur ekki verið gengið nógu ríkt eftir því, að koma þeim, sem fundust í spítala. Arið 1901 voru 108 sjúklingar utan spítala, eða 64%. Árið 1920 voru 22 sjúklingar utan spítala, eða 33%. Árið 1930 voru 11 sjúklingar utan spítala. Árið 1940 voru 5 sjúklingar utan spítala. Árið 1958 voru 2 sjúklingar utan spítala. Tala nýrra sjúklinga frá alda- mótum er sem liér segir: A árunum 1900—1920, að báðum meðtöldum, bættust við 88 nýir sjúklingar, þar af 45 fyrstu 4 árin. Á árunum 1921—1925 eru 4 nýir sjúklingar skrásettir. Árið 1928 er skrásettur 1 sjúkl. í Grimsnesi (59 ára). Árið 1929 er skrásettur 1 sjúkl. í Reykjavík. Var hann útskrifaður af Laugarnesi það ár, en fór í Kópavogshæli 1947. Árið 1933 fannst nýr sjúk- lingur í Reykjavík. Yar það ung kona, ættuð úr Mýrasýslu. Hafði liún líkþrá (lepra tuherosa) og liafði hún gengið alllengi með veikina, áður en hún fannst, svo að ekki er óliklegt, að hún liafi getað smitað frá sér. Átti hún tvö börn. Sama ár var einnig skrásettur 76 ára karl á Akureyri. Arið 1934 eru 3 nýir sjúkling- ar skrásettir. I Grímsnesi fannsl 33ja ára karlmaður. Hafði hann verið hjá holdsveikum foreldr- um til 6 ára aldurs, en síðan ekki með holdsveikum. I Hofs- óshéraði fannst 36 ára karlmað- ur. Á Akurpyri er skrásett 62 ára kona. Þessi kona og karlinn, sem skrásettur var árið áður, dvöldu hæði áfram á Akureyri og dóu þar 1937. Arið 1935 fannst 75 ára kona með lepra tuberosa í Rejdcdæla- héraði. Iiún dó skömmu síðar. Árið 1937 fannst 79 ára göm- ul kona á Akureyri með lepra tuberosa. Var hún flutt í Laug- arnes, en dó sama ár. Arið 1951 fannst næstsíðasti sjúklingurinn. Var það 58 ára kona. Faðir liennar dó á Laug- arnesi, og liafði sjúklingur ekki liaft samband við hann frá þvi hún var 9 ára gömul. Samtals liafa því fundizt 102 nýir sjúklingar frá aldamótum. A árunum 1921—1930 fund- ust 5 (þar af 4 1921 1925). A árunum 1931—1910 fund- ust 7 ( 2 1933, 3 1934, 1 1935 og 1 1937). Síðan hafa fundizt 2 sjúk!.. annar 1951 og hinn 1957. Holdsveiki er nú sem betur fer orðin sjaldgæfur sjúkdómur á Islandi. Menn eru ef til vill hættir að húast við nýjum til- fellum, og ég geri ekki ráð fvrir, að læknar hafi yfirleitt haft

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.