Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 24
50 LÆKNABLAÐIÐ stilltur, enda var hann á skólaárum kosinn inspector platearum ]>rjá vetur í röð, og mun það frekar fátítt. Á yngri árum stundaði Sveinn allmikið íþróttir, bæði glímur og frjálsíþróttir, með félagi sínu Glímufélaginu Ármanni, en í stjórn þess félags var hann um skcið. Tók hann oft þátt í glímu- keppni með ágætum og þótti jafnvel ekki standa langt að baki eldri bróður sínum, sem þá var einn fremsti frjálsíþróttamaður landsins og glímukóngur Islands um tíma. Sveini var rík athafnaþrá í blóð borin. Þegar á æskuárum stundaði hann fjárbúskap í smáum stíl sér til gamans, og þegar honum óx fiskur um hrygg, tók hann að færast meira i fang. Hann réðst í miklar byggingaframkvæmdir og atvinnurekstur ásamt systur- og uppeldissyni sínum, og blómgaðist sú starfsemi mjög í höndum þeirra, svo að ég hygg, að Sveinn hafi verið vel fjáður maður, er hann lézt. Sveinn kvæntist ekki eða átti afkomendur, en átti samt fyrir allþungu heimili að sjá. Faðir hans lézt unrlikt leyti og hann hóf störf, og féll það því í Sveins hlut að veita heimilinu forstöðu. Hann bjó með móður sinni, unz hún andaðist í hárri elli, og síðan með systur sinni og ól jafnframt upp son hennar og sonarson. Heimili foreldra hans var alkunnugt fyrir gestrisni og alúð við hvern, sem að garði bar. Héldu þau systkini sömu háttum, eftir að þau tóku við forstöðu hcimilisins. Sveinn var vinfastur og vinmargur og eignaðist marga kunn- ingja, bæði í starfi sínu og utan þess. Kom þar til glaðværð hans og aðlaðandi viðmót, en hann hafði lag á að koma mönnum í gott skap með græskulausu gamni. Hann var farsæll í starfi og naut vinsælda sjúklinga sinna. Hann hélt til hinztu stundar kunnings- skap við fólk úr héraði því, sem hann hafði verið staðgengill í á yngri árum, og fjöldi sjúklinga hélt tryggð við Svein, eftir að heilsa hans var biluð og hann gat ekki sinnt störfum sem áður. Hin síðustu árin gekk Sveinn eigi heill til skógar. Hann varð fyrir umferðarslysi, fékk fract. vertibrae og lá alllengi rúmfastur. Þrek hans var brotið, og hefur það vafalaust verið þungbærl hin- um hrausta og lífsglaða manni að geta ekki beitt sér að fullu eins og áður. En við, sem þekktum hann frá æsku og störfuðum með honum um langt skeið, minnumst hans ávallt sem hins ágæta fé- laga og góða drengs, Ólafur Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.