Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1966, Side 27

Læknablaðið - 01.04.1966, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 53 Hverjum ráðum verður beitt til þess að ná sjúklingum með magakrabba fyrr til rannsókna og lækninga? Ásmundur Brekkan gerir hér grein fyrir afdrifum 49 sjúklinga með magakrabba einu ári eftir röntgengreiningu meinsins. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að mikið skorti á, að þessir sjúklingar náist nógu snemma til rannsókna og aðgerða, og bendir á leiðir til aukins öryggis í grein- ingu magakrabba. Ásmundur Brekkan: AFDRIF SJÚKLINGA MEÐ KRABBA- MEIN I MAGA ÁRI EFTIR RÖNTGENGREININGU 1. Inngangur í grein þessari er skýrt frá athugun, sem gerð var á röntgengrein- ingu magaæxla við röntgendeild Landspítalans á árinu 1964, og eink- um greiningu á krabbameini í maga. Tilgangur rannsóknarinnar var að gera sér nokkra grein fyrir eftirfarandi atriðum: a) áreiðanleika röntgenrannsóknar í leit að magakrabba; b) útbreiðslu krabbameinsins, er sjúklingar komu fyrst til rann- sókna; c) staðsetningu krabbameins í maganum; d) könnun á afdrifum sjúklinganna eftir tiltölulega skamman tíma og e) hugsanlegum leiðum til aukinnar nákvæmni og árvekni í greiningu magakrabba. Gerður var jafnframt samanburður á tíðni greininga magaæxla á árunum 1960—1964; enn fremur voru sundurliðaðar sjúkdómsgrein- mgar við röntgenrannsóknir á maga árið 1964. Rannsókninni eru gerð skil í töflum, með athugasemdum, en nið- urstöður síðan ræddar í hverjum kafla og í heild. Þá er í sérstökum umræðukafla gerð nánari grein fyrir aðferðum við röntgenrannsóknir á maga og drepið á aðrar rannsóknaraðferðir í leit að magakrabba.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.