Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1966, Page 28

Læknablaðið - 01.04.1966, Page 28
54 LÆKNABLAÐIÐ 2. Efniviður og rannsóknaraðferðir Langflestir þeir sjúklingar, sem magakrabbi og önnur æxli í maga fundust hjá við röntgenrannsóknir á árinu 1964, voru rannsakaðir ,,ut- an spítala“, þ. e. lágu ekki á sjúkrahúsi, er rannsóknin var gerð. Er farið var yfir sjúkdómaskráningu röntgendeildar Landspítalans, voru öll æxli í maga tekin saman í einn flokk: „Tumor ventriculi“. Til þessarar rannsóknar voru teknir út allir þeir sjúklingar, sem fengu sjúkdómsgreininguna tumor ventriculi í fyrsta skipti á árinu, en þeir voru 74. 19 sjúklingar, er greindir höfðu verið á fyrri árum með góðkynja eða illkynja magaæxli, staðfest eða óstaðfest, og komu til eftirlitsrannsókna á árinu, voru teknir frá, og verða þeim ekki gerð skil hér. Afdrif þessara 74 sjúklinga voru síðan rannsökuð fram til 1. júlí 1965, og tókst að afla upplýsinga um þá alla, að einum undanskildum. Eru þannig gerð skil þeim krabbameinssjúklingum, er taldir voru skurðtækir eða ástæða var talin til að gera á skurðaðgerð; sjúklingum, þar sem röntgengreining var staðfest við krufningu, og loks öðrum sjúklingum, þar sem sjúkdómsgreiningin var tumor ventriculi. Meðal þeirra voru sjö sjúklingar með góðkynja æxli í maga, og verður gerð nánari grein fyrir þeim í annarri ritgerð. Staðsetning kabbameina í maga var ákvörðuð hjá þeim sjúkling- um, er röntgengreindir voru, og komu annaðhvort til krufninga eða skurðaðgerða. 3. Tíðni magakrabba og aldursskipting sjúklinga (1. og 2. tafla) Á árunum 1955—1963 voru árlega skráðir á íslandi rúmlega 90 sjúklingar með magakrabba. 4 Af 1. töflu, sem gerð er eftir töflum krabbameinsskráningar á veg- Toble I : ^ Cancer, Registered in lceland 1955-1963 incl. ? «*+? Cases per year Per cent. of totol All sites and ages 1620 1685 3305 367.2 100 Digestive Tract 805 563 1368 152 41.08 Stomach 547 278 825 91.7 24.97 x 1 Histologically confirmed: «*II94, f 1346 Death Certificates only: 87 78 1. tafla Krabbamein í maga og meltingafærum, skráð 1955—1963.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.