Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 42
66 LÆKNABLAÐIÐ Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir og meta aðrar rannsóknar- aðferðir, sem hugsanlegt er að beita til þess að ná meiri nákvæmni í greiningu magakrabba og einkum til þess að greina hann fyrr en nú gerist almennt. Hér skal lauslega drepið á nokkrar aðferðir, sem rutt hafa sér nokkuð til rúms á umliðnum áratug og miklar vonir eru bundnar við: 1) Frumurannsókn (exfoliative cytology). Með réttfram- kvæmdri magaskolun getur æfður frumufræðingur greint illkynja frumur úr magaslímhúð með allt að 85% öryggi. Sé auk þess tekið tillit til þess, að frumugreining getur einatt verið jákvæð í tilfellum, þar sem röntgengreining hefur verið neikvæð eða vafasöm, má telja þessa rann- sóknaraðferð ómissandi. Á núverandi stigi þekkingar okk- ar leysir þó frumurannsóknin ekki þann vanda, sem staf- ar af því, hve sjúklingar koma seint til rannsókna vegra lítilla og óljósra einkenna. Frumurannsóknir eru hins veg- ar sennilega færari leið til hóprannsókna á einkennalaus- um einstaklir.gum en röntgenrannsókn. - 2) Raflínuritun (electrogastrografia). Með tilliti til þeirra leiðslutruflana, er koma við ífarandi vöxt eða bólgur í magaveggnum, er trúlegt, að raflínuritun geti orðið mik- ilsverð rannsóknarsðferð í framtíðinni. Rannsóknir á raf- línuritun eru hins vegar enn mjög á tilraunastigi. 2 Tækist að fullkomna þessa aðferð, gæti hún verið mjög handhæg hóprannsóknaraðferð. Sennilega mun raflínuritun þó ekki geta sýnt æxlisvöxt, sem er á það lágu stigi, að vöðvalög magans eru algjörlega óskemmd. 3) Magaspeglun og magaljósmyndun (gastroscopiaog„gastro- camera".1G Tæki til magaspeglunar hafa tekið byltingar- kenndum framförum á siðastliðnum hálfum áratug. Þau eru nú orðin mjög auðveld í meðförum. Einn aðalókostur magaspeglunarinnar var áður, að verulegir hlutar magans voru óaðgengilegir til speglunar. Með tilkomu hinna svo- nefndu trefjaglerstækja má nú segja, að langflest svæði magans séu vel aðgengileg speglun. Nýjustu endurbætur á þessu sviði er hin svonefnda gastrocamera: Á létt gastro- scop með trefjaglersspeglun er sett lítil myndavél, er tek- ur litmyndir af öllum þeim svæðum, sem sérstaklega þarf að rannsaka. Tæki þessi, sem uporunnin eru frá Japan, hafa nú verið fullreynd víða um heim, og er árangur af þeim við sjúkdómsgreiningu talinn mjög góður, einkum um að greina milli góðkynja og illkynia breytinga og fylgjast með sjúklingum og staðfesta eða útiloka sjúk- dómsbreytingar, er grunsamlegar hafa þótt við röntgen- rannsóknir. Við þessa gastrocameru eru miklar vonir bundnar, og er rannsóknaraðferðin það tiltölulega einföld, að jafnvel mætti beita henni við hóprannsóknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.