Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1966, Page 44

Læknablaðið - 01.04.1966, Page 44
LÆKNABLAÐIÐ 68 til þess að ná fyrr til þessara sjúklinga, en meðal hugsanlegra leiða til þess má nefna: 1) Sérstök leitarstöð. Hún þarf að ráða yfir fullkominni frumurannsóknarstofu, sérfræðingi í magaspeglun og hafa aðgang að fullkominni röntgenstofnun, auk almennrar blóðmeinarannsóknarstofu. Hér á íslandi liggja fyrir tais- vert ljósar upplýsingar um aldurs- og kynjaflokkun maga- krabbans, og ætti því að vera fræðilegur möguleiki á að taka þá hópa til rannsókna, sem hafa tölulega mestar líkur fyrir magakrabba. 2) Hin leiðin er sennilega miklu torsóttari. Hún væri reist á umfangsmiklum rannsóknum á klínik, blóðmeinafræði, enzyma-mynztrum, mataræði og erfðum, í þeim tilgangi að fá fram mynztur (pattern), sem benti eindregið á hættu á magakrabba. SHk rannsókn hefur e. t. v. verið ófram- kvæmanleg fram til þessa, en með sjálfvirkni í rannsókn- arstofum og rafreikna til gagnaúrvinnslu virðast nokkrar líkur til þess, að hún gæti borið jákvæðan árangur, og myndi kostnaður ekki óyfirstíganlegur, ef gerð væri á alþjóðlegum vettvangi. 12. Samantekt og niðurstöður í stuttum inngangi er gerð grein fyrir rannsóknum á tíðni og staðsetningu magakrabba hérlendis og nokkur samanburður gerður við erlendar rannsóknir. Þá eru í töflum lagðar fram athuganir á röntgengreiningum á magakrabba við röntgendeild Landspítalans á árinu 1964, ásamt upp- lýsingum um afdrif sjúklinganna, miðað við 1. .iúlí 1965. Hjá 74 sjúklingum var röntgengreiningin „tumor ventriculi“ gerð í fyrsta sinni á árinu. Sjúkdómsbreytingar í maga voru staðfestar við skurðaðgerð eða á annan hátt hjá 91% þeirra, en þar af voru 49, eða 66.2% allra, með magakrabba. Þessum 49 sjúklingum eru gerð nánari skil: 39 þeirra komu til skurðaðgerða, en átta voru krufðir. Af sjúkl- ingunum, sem skornir voru upp, voru tíu, þ. e. 25.6% á lífi 1. júlí 1965. en að frátöldum þeim sjúklingum, er höfðu meinvörp eða ífarandi vöxt út fyrir maga, voru 84.6% á lífi í lok athugunartímabilsins. Það eru 22.4% allra sjúklinganna með röntgengreint krabbamein. Samanburður á afdrifum þessa sjúklingahóps við víðtækari rann- sóknir. sem birtar hafa verið erlendis, leiðir í Ijós sömu grein- ingartíðni og skurðtæki (operabilitet) magakrabba, en niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta aðeins enn einu sinni nauðsyn bættra og nýrra rannsóknaraðferða í leit að magakrabba. Niðurlagsorð Þorsteinn Svörfuður Stefánsson stud. med. hefur af óþreytandi áhuga og atorku aðstoðað við gagnasöfnun og úrvinnslu. Ingibjörg Skúladóttir, Sigríður Bjarnadóttlr og Hrefna Níelsdóttir, ljósmyndari

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.