Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1966, Page 47

Læknablaðið - 01.04.1966, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ 71 Jónas Hallgrímsson og Hjalfi Þórarinsson: HISTIOCYTOSIS X í LUNGUM Histiocytosis X er samlieiti, sem nýlega hefur verið gefið þremur aðskildum sjúkdómum: granuloma eosinophilicum, Lett- crer-SLve sjúkdómi og Hand-Schiiller-Christian sjúkdómi. 1 Sam- eiginleg't þessum sjúkdómum er, að vefjabreytingarnar birtast sem samsafn af átfrumum (histiocytum), sem oft eru blandaðar ýmiss konar bólgufrumum. Þróun og útbreiðsla sjúkdómanna er aftur á móti ólík. Tilgangur greinar þessarar er að skýra frá sjúklingi, sem kom til meðlerðar á Landspítalann vegna lungnasjúkdóms, sem reyndist vera af þessum sjúkdómaflokki. Sjúkrasaga Tuttugu og átta ára gömul kona hafði verið lin og þollítil í nokkur ár og á þeim tíma fengið svitaköst sérstaklega á nóttunni. I ágúst 1965 fékk hún særindi i hálsi, hósta, uppgang og hita, sem varð mestur um 38.5°. Lá luin í þrjár vikur og fékk fúkalyf. Upp- gangurinn, sem liafði í upphafi verið gulbrúnleitur og seigur, minnkaði fljótt. Eftir leguna heyrðust enn óeðlileg hljóð við lungnahlustun, og var hún þá send í röntgenmyndatöku. Mynd- irnar sýndu dreifða, litla íferðarhletti (infiltrationes) í báðum lungum. Berklapróf var jákvætt, en Cahnette vaccinatio hafði verið gerð 1956. Konan var lögð á Borgarspítalann í september 1965. Við skoðun fannst ekkert óeðlilcgt, nema við lungnahlustun voru gróf innöndunarhljóð beggja megin. Blóðrauði var 12.4 g, sökk 16 mm/klst, hvítar blóðfrumur 10.750/nun3, calcium í blóði 4.8 mEq/L, phosphorus í blóði 4.0 mg% og heildarmagn eggjahvítu- efna í hlóði 6.5 g%, þar af albumen 3.44 g%. Or liálsi ræktuðust streptococcus pneumoniae, streptococcus viridans og neisseria. Lungnarými (vital capacitet) var 85% og MEFR 140. Konan var síðan flutt á In’jóstholsskurðdeild Landspítalans, en áður hafði verið tekið Daniels-sýni frá liálsi, sem veitti engar upplýsingar. Röntgenmyndir af lungum sýndu svipaðar breyting- ar og áður var lýst, og myndir af höfði og útlimum voru eðlilegar (1. mynd). Sjúkdómar, sem til greina þóttu koma, voru Boeck’s

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.