Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1966, Page 53

Læknablaðið - 01.04.1966, Page 53
LÆKNABLAÐIÐ 77 LÆKNABLAÐIÐ 52. árg. Apríl 1966 FELAGSPRENTSMIÐIAN H F LÆKN ANÁMSKEIÐ Læknablaðið vill vekja at- hygli lesenda á auglýsingu á öðrum stað í þessu blaði um námskeið fyrir lækna, sem hald- ið verður hér í Reykjavík dag- ana 5.—10. september næstkom- andi. Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað héraðslæknum og öðrum starfandi almennum læknum, en vissulega er öllum læknum heimil þátttaka að öllu eða einhverju leyti. Efni námskeiðsins verður að jjessu sinni aðallcga „Aðkallandi læknishjálp“, og ætti það að vera flestum forvitnilegt til þekkingarauka og umræðna. Er því að vænta mikillar þátttöku í námskeiðinu, sem að mestu leyti mun fara fram í hinum nýju húsakynnum læknafélag- anna í Domus Medica. I sambandi við námskeiðið er gert ráð fyrir að verði kvik- myndasýningar, hæði í beinum tengslum við efni námskeiðs- ins svo og um önnur læknis- fræðileg efni, og auk þess sýn- ingar á lækningatækjum, bók- um og öðru, er læknisstörf varðar. Undirbúningsnefnd nám- skeiðsins hefur þegar unnið mikið starf til þess að gera það sem bezt úr garði og er vonandi, að læknar fjölmenni. Óskað er eftir tilkynningum um þátttöku hið allra fyrsta, m. a. vegna þess, að Læknafélag Islands og Félag læknanema munu gera allt, sem unnt er, til þess að út- vega þeim, er þess óska, stað- gengla, en til þess þarf talsverð- an fyrirvara. WORLD MEDICAL JOURNAL Alþjóðasamband lækna, World Medical Association, gef- ur út tímarit, World Medical Journal, sem út kemur á þrem tungunlálum, ensku, frönsku og spönsku. Norrænu læknafélög- in hafa nú tekið að sér þá út- gáfu, sem prentuð er á cnsku, og hefur verið unnið markvisst að því að kynna og útbreiða tímarit þetta meðal lækna á Norðurlöndum, Bretlandseyj- um, Kanada og Bandaríkjunum. Tímaritið kemur út sex til tólf sinnum á ári og flytur margvís- legt efni um alþjóðafélagsmál lækna, auk merkra yfirlits- greina um læknisfræðileg og fé- lagsleg efni. Áskriftargjaldi tímaritsins verður mjög í hóf stillt; vænt- anlega um 50 íslenzkar krónnr árgangurinn. Með þessu hefti Læknahlaðs-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.