Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1966, Page 55

Læknablaðið - 01.04.1966, Page 55
LÆKNABLAÐIÐ 79 hald og ankning þessarar al- þjóðasamvinnu læknafélaganna við rannsóknir á ástandi heil- brigðisþjónustunnar í landinu og tillögur til allsherjarskipu- lags. BRÉF TIL BLAÐSIINiS Hr. ritstjóri. Ég leyfi mér að senda þér til birtingar í Læknablaðinu ábendingar og tillögur um íslenzk heiti á nokkrum orðum í læknamáli. 1. „Plastiskar“ lækningar. Um þetta hafa verið notuð orðin „skapn- aðar“- og „sköpulags“-lækningar, sbr. t. d. Læknablaðið, 2. h. 1965, bls. 92, en þar koma fyrir orðin „sköpulagsaðgerðir“ og ,sköpulags- skurðlæknar“. Tillaga mín er: Lýtalækningar, lýtaaðgerðir, lýtaskurðlæknar o. s. frv. Að minni hyggju nær orðið „lýti“ að merkingu til eins vel eða betur en „skapnaður“ eða „sköpulag" því, sem átt er hér við með ,,plastiskur“, auk þess sem orðið er styttra, þjálla og fallegra að mínu áliti. í hinni íslenzku orðabók Menningarsjóðs er orðið plastiskur til- fært með spurningarmerki, sem þýðir „vont mál“. Plastisk aðgerð er þar lagt út „aðgerð til fegrunar", og „plastiskur“ í þessum samböndum ,,fegrunar-“ Hugmyndin að heitinu „lýtalækning“ er komin frá síra Helga Tryggvasyni kennara, og hefir orðið mér vitanlega aðeins einu sinni komið fram á prenti, í smágrein um lýtalækningar í tímaritinu Heilsu- vernd, 6. hefti 1962. 2. Praksís, praktísera, praktíserandi. í íslenzku orðabókinni eru þessi orð einnig tilfærð með spurningarmerki. Orðið praktísera er skýrt þannig: „Stunda sérfræðistörf (einkum lækningar) án fasts embættis“. Og praxís: Starf sérfræðings (einkum læknis), sem praktíserar“ (und- irstrikun mín. BLJ). Orðabókarhöfundur hefir sem sagt ekki á tak- teinum neina tillögu um þýðingu á þessum orðum. Læknar hafa stundum notað „starfandi" fyrir „praktíserandi“, og mun það jafnvel komið inn í skýrsluform landlæknis. En það verður að teljast mjög óheppilegt að nota jafnalgeng orð og „starfa“ eða „starfandi“ í þessari þröngu merkingu. Og varla mundi koma til mála að segja: „Starfar þessi læknir?“ eða „Er þessi læknir starfandi?“ í ofangreindri merkingu. Tillaga mín er sú, að orðin praksís, praktísera og praktíserandi verði viðurkennd sem íslenzk orð. Þau eru þegar komin inn í mælt mál og falla vel að íslenzkum beygingarendingum, ekki síður en t. d. metri, kílómetri, kílógramm o, s, frv. Praksís beygist þá að sjálfsögðu eins og ís eða hafís. Hvort ritað er „praksís“ eða „praxís“ skiptir auð- vitað ekki máli. Björn L. Jónsson

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.