Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1966, Side 57

Læknablaðið - 01.04.1966, Side 57
LÆKNABLAÐIÐ 81 hefur það reynzt vel. Þessi aðferð er einkum gagnleg við sýnis- töku úr bol hryggjarliða, sem liggja djúpt og því ekki aðgengi- legir til uppskurðar. Notaðar eru gildar nálar (a. m. k. 2 mm) eða trochar, sem nema burt jafngildan sivalning úr beininu. Nál- ar, sem notaðar eru til sýnistöku úr lifur, eru of mjóar. Vefja- greiningu er unnt að gera á þrennan hátt: 1) samstundis með frystiskurði, 2) næsta eða næstu daga með venjulegum aðferðum til vefjagreininga (vefurinn sneiddur í paraffini) eða 3) sam- stimdis með því að strjúka vefjasýninu yfir glerplötu og lita síðan á sama hátt og blóðstrok. Frystiskurður er varla áreiðanlegur nema í höndum reynd- ustu meinafræðinga, og oft er líka erfitt að finna nægilegan mjúk- an vef í sýninu til þess að skera. Frystiskurðar er ekki heldur þörf, nema framkvæma eigi frekari aðgerð samstundis, t. d. af- limun. Flestir munu telja ráðlegra að bíða með endanlega aðgerð, þar til venjulegar vefjasneiðar eru fyrir hendi. Strok á gleri kemur að notum við ákvörðun frumugerðar. Hnattfrumuæxli eru sérstaklega erfið i greiningu, og með venju- legum vefjasneiðum til smásjárskoðunar er stundurn ekki hægt að greina endanlega milli lymphoma, Ewing’s sarcoma, myeloma og neurohlastoma. 1 strokinu sést frumugerðin jafn vel og hvítkorn í lrlóðstroki, og nægir það stundum til greiningar æxlisins. Strjúka verður vefnum yfir glerið, jafnskjótt og aðgerð lýkur og áður en vefurinn er settur í formalín eða aðra herzluvökva. Aðalorsakir mistaka við vefjagreiningu beinaæxla eru þær, að sýnið er of lítið eða er tekið of nálægt yfirborði beinsins og er e. t. v. úr beininu umhverfis æxlið. Oft er mikil nýmyndun lieins samfara æxlisvexti og stafar af ertingu æxlisins á bein- himnuna. Við sýnistöku er nauðsynlegt að hafa hliðsjón af rönt- genmyndum, og ættu skurðlæknir, röntgenlæknir og meinafræð- ingur í sameiningu að ákveða staðinn, sem sýnið skal taka frá. Flestir læknar eru þeirrar skoðunar, að lítil hætta sé á dreif- ingu illkynja æxlis við sýnistöku, ef réttum aðferðum er beitt. Flokkun (classification) beinaæxla er einkum byggð á vefja- gerð. Við nafngiftir hefur ýmist verið lagður til grundvallar vef- ur, sem mest ber á í æxlinu (histogenesis) eða vefur, sem æxlið er talið vaxið frá (emhryogenesis). Nýjustu flokkanir eru reistar á þeirri kenningu, að í beinunum sé frumstæð bandvefsfruma, sem verður vísir að æxlinu.1 Æxlið getur síðan þróazt á þrennan mismunandi hátt:

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.