Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1966, Page 59

Læknablaðið - 01.04.1966, Page 59
LÆKNABLAÐIÐ 83 rannsókn og svör stofnunarinnar voru endurskoðuð, en ekki var ráðizt í að endurskoða vefjasneiðar. Fullkomið endurmat á efninu hefði krafizt, auk endurskoð- unar vefjasneiða, athugunar á sjúkrasögum sjúklinganna og rönt- genmyndum. Þykir óliklegt, að slík endurskoðun hefði l)orið til- ætlaðan árangur, þar sem margt af efninu mun nú glatað. 1 einu erindi hefði orðið of langt mál að ræða um öll beina- æxli, og verður því aðeins farið nánar út í illkynja æxli og látið nægja að telja góðkynja æxlin og flokka þau. 11. töflu eru illkynja æxlin llokkuð. Til samanburðar eru gefn- ar tölur, sem eru teknar úr skýrslu í hókarformi frá Mayo Clinic i Rochester, Minnesota, þar sem Dr. David C. Dahlin tók saman öll heinaæxli greind við stofnunina frá upphafi til ársins 1956. 2 Af þeim samanburði sést, að hlutfallstölur einstakra tegunda æxla eru mjög ólíkar. Þykir liklegt, að tölurnar frá Mayo Clinic muni vera réttari hlutfallstölur um illkvnja heinaæxli í mönnum, og að tilfellin hér á landi séu of fá til að hafa tölfræðilega (statistiska) þýðingu. . 1. tafla ILLKYNJA BEINAÆXLI Rannsóknastofa Háskólans 1935—1960 Mayo Clinic frá stofnun -—1956 Island Mayo Clinic Osteosarcoma ....................... 9 490 Chondrosarcoma ..................... 12 218 Tumor gigantocellulare, malign.... 0 11 Eiwing’s sarcoma ................... 3 141 Lymplioma .......................... 0 70 Myeloma ............................ 5 563 Fibrosarcoma........................ 4 58 Angiosarcoma........................ 1 3 Chordoma ........................... 1 80 Alls 35 1525 I 2. töflu er æxlunum skipt eftir kynjum og meðalaldur sjúkl- inganna ákveðinn, og er liann í samræmi við tölur, sem almennt eru gefnar upp í ritum um illkynja heinaæxli.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.