Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1966, Page 62

Læknablaðið - 01.04.1966, Page 62
86 LÆKNABLA Ð I í) ur cKondrosarcoma nær aldrei á tvítugsaldri, þegar osteosarcoma er algengast. Chondrosarcoma getur stöku sinnum átt upptök sín i góðkynja brjóskæxli (osteochondroma, enchondroma). Læknismeðferð er róttæk skurðaðgerð, þar sem geislalækning er vonlaus. Er stundum nægilegt að nema æxlið burt með ríflegu magni af eðlilegum vef umhverfis og stundum jafnvel ekki þörf aflimunar, þótt æxlið sé í lim.4 Chondrosarcoma er mjög sækið í að setjast að í skurðsári eftir aðgerð eða sýnistöku. Þykir sjálf- sögð varúðarráðstöfun að skipta um áhöld og búninga, ef skorið hefur verið í æxlið, meðan á aðgerð stendur, eða eftir sýnistöku og frystiskurð, áður en lokaaðgerð liefst. Talið er mjög mikil- vægt, að snerta ekki æxlið, meðan á þeirri sknrðaðgerð stendur, og hefur verið sagt, að skurðlæknarnir eigi aldrei að sjá sjálft æxlið, á meðan aðgerðin fer fram. Horfur eru betri en við osteosarcoma, og meinvörp mvndast seinna. Er frekar hætta á, að æxlið vaxi að nýju kringum skurð- sárið en að meinvörp myndist. I nýlegri skýrslu frá Mayo Clinic er talið, að 69.2% sjúklinganna þar hafi lifað tíu ár eftir skurð- aðgerðir seinni ára. 4 Risafrumuæxli Flest risafrumuæxli eru góðkynja. Illkynja risafrumuæxli mynda meinvörp á sama hátt og önnur illkynja beinaæxli og svip- ar vefjagerð þeirra oftast til osteosarcoma eða fibrosarcoma. Ekki er alltaf unnt að segja með vissu, hvort risafrumuæxli sé góð- eða illkynja, því að meinvörp hafa myndázt frá æxlum, sem hafa verið talin góðkynja við smásjárskoðun.5 I mörgum gerðum beinaæxla, og einkum góðkynja, eru risafrumur, og geta þau því villt á sér heimildir, ef ekki er að gætt, og verið kölluð risa- frumuæxli. Góðkynja belgvextir (cystur) í beinum eru sérstak- lega varhugaverðir í þessu sambandi. Flest risafrumuæxli eru fyrst skafin úr beininu og holan síðan fyllt með beinflísum. En oft verður að endurtaka aðgerð- ina, þar sem ufn helmingur æxlanna tekur sig upp að nýju. Verð- ur þá oft að nema stórt stykki úr beininu eða jafnvel að aflima. Geislalækning er óráðleg, ])ar sem mörg góðkynja æxli hafa við það orðið illkynja (úrkynjazt). Risafrumuæxli eiga upptök sín í metaphysis beinanna, en vaxa fljótt inn í epipliysis og virðast ])ví oft hafa byrjað þar. Þau eru algertgust kringum lnié og úln- lið. Risafrumuæxli í höfuðbeinum eiga venjulega upptök sín í Pagets sjúkdómi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.