Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1966, Qupperneq 68

Læknablaðið - 01.04.1966, Qupperneq 68
90 L Æ K N A B L A Ð IÐ Árni Björnsson: II. ALÞJÓÐAÞING UM RANNSÓKNIR Á BRUNASÁRUM (Second International Congress for Research in Burns) var hald- ið í Edinborg dagana 20.—24. september 1965. Fyrsta alþjóðaþing um þetta efni var haldið í Washington D.C. árið 1960. Boðið var til þings þessa læknum og vísindamönnum frá öll- um löndum heims, þeim sem fengizt hafa sérstaklega við rannsóknir og meðferð á brunasárum. Til fundarins komu fulltrúar frá 42 löndum, flestir frá Brezka samveldinu og Bandaríkjunum, en alls voru fulltrúar um 400 með aukafulltrúum. Frá íslandi var boðið Ófeigi J. Ófeigssyni og Árna Björnssyni. Forseti undirbúningsnefndar var Alister B. Wallace og ritari Anne Sutherland, en nefnd brezkra lækna hafði annazt allan undirbúning og boðað til fundarins, þar eð ekki hefur fram að þessu verið til nein alþjóðleg samtök um rannsóknir á bruna og bruna- meðferð. Þingið var haldið í nýjum húsakynnum Edinborgarháskóla í Hume Tower og var sett að morgni hins 20. september. Umræðuefni mánudagsins 20. sept. voru nýrnaskemmdir við bruna, rannsóknir á þeim og meðferð og á hvern hátt sé hægt að koma í veg fyrir þær. Þá var rætt um brunalost, aðallega um það, hverjum aðferðum má beita til að koma í veg fyrir það og hver með- ferð sé heppilegust við ólíkar aðstæður og hverjar séu orsakir bruna- lostsins. Síðari hluta sama dags var rætt um breytingar á vökvajafnvægi, hlutföllum lífrænna og ólífrænna efna í líkamanum við bruna og hvernig og hvort hægt sé að halda réttu jafnvægi með viðeigandi meðferð. Dagskrá fyrri hluta þriðjudags var helguð þróunarlöndunum, og fluttu fulltrúar frá þeim erindi um það, hversu tíð brunaslys eru í þessum löndum og hversu erfitt er um slysavarnir og meðferð slys- anna vegna ófullnægjandi sjúkrahúsa, læknaskorts, fátæktar og fá- fræði. Þennan morgun voru einnig flutt erindi um fjöldaslys af eldi og tölfræðilegar rannsóknir á sjúkleika- og dauðsfallatíðni við bruna. Erindi síðari hluta þessa dags fjölluðu um ýmis atriði varðandi bruna- meðferð, m. a. um skinnflutning o. fl. Miðvikudaginn 22. sept. var eingöngu rætt um ígerðir (infection) í brunasárum, um það, hvernig eðli þeirra hefur breytzt á síðari ár- um með fúkalyfjameðferð. Kom þar fram, að ígerðir vegna pseudo- monas pyocyanea eru orðnar lang-hættulegastar og raunar aðaldánar- orsök við meiri háttar bruna, en enn hafa ekki komið fram neinar árangursríkar aðferðir til að halda þessum ígerðum niðri eða í skefjum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.