Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ 91 Fimmtudaginn 23. sept. voru fyrst flutt nokkur erindi um notkun gerviefna til að þekja stór brunasár og rætt um kosti þeirra og ókosti. Nokkur erindi voru einnig flutt um ýmsar aðferðir við meðferð stórra brunasára. Síðari hluta þessa dags var rætt um bruna-eiturefni og mótefna- myndun og um notkun blóðvökva (convalescent serum) við meðferð á slæmum brunasárum. Dagskrá föstudagsins 24. sept. fjallaði um skipulagningu bruna- deilda, og síðari hluta dags var haldinn almennur útbreiðslufundur til að kynna baráttuna gegn brunaslysum og starf það, sem unnið er vegna afleiðinga þeirra. Margt athyglisvert kom fram á þessu þingi í sambandi við með- ferð á bruna og brunasárum, en ekki þó neitt, sem talizt gæti til byltinga. Ástandið er þannig núna, að dánartölur við brunasár frá 10—50% hafa lækkað stórlega á síðustu áratugum, en hins vegar hafa heildardánartölur um brunasár yfir 50% af yfirborði líkamans ekki lækkað verulega. Sú breyting hefur þó orðið á, að með nútíma- meðferð á losti deyja fæstir sjúklingar úr því, þ. e. a. s. á fyrstu 48 klst. Algengustu dánarorsakir við brunasár yfir 50% eru því nú blóð- eitrun (sepsis) og þá aðallega af pseudomonas pyocyanea og hins vegar lungnaskemmdir og afleiðingar þeirra. Ekki virðast miklar líkur til, að breytingar verði á þessu, fyrr en hægt er að flytja húð frá einum einstaklingi til annars og láta þá húðþekju verða varanlega. Annað, sem þarna kom fram, var að vísu ljóst áður, en það er, að bruna- slys eru fylgifiskar fátæktar og fáfræði og þeim fækkar í réttu hlut- falli við betri lífskjör og uppfræðslu. Þinghaldið var allt ágætlega skipulagt af hálfu Skotanna, og á hverju kvöldi var fulltrúum boðið til móttöku hjá einhverjum opin- berum aðilum, m. a. borgarstjórninni í Edinborg, Edinborgarhá- skóla o. fl. Eins og áður er sagt, hefur ekki verið til nein stofnun eða ákveð- inn félagsskapur, sem fæst eingöngu við rannsóknir á bruna og bruna- meðferð. En á þingi þessu var stofnað alþjóðafélag um brunasár, Inter- national Society for Burn Injuries. Kjörin var undirbúningsnefnd, og lagði hún fram frumdrög að lögum félagsins. Jafnframt var þingfull- trúum gefinn kostur á að gerast stofnfélagar með því að greiða eitt sterlingspund í stofnsjóð. Undirbúningsnefndin lagði fram frumdrög að lögum félagsins, og er. hér aðeins drepið á það, sem varðar markmið þess: 1. að dreifa þekkingu og stuðla að brunavörnum; 2. að stuðla að og samræma rannsóknir á bruna; vísindalegar, klín- iskar og þjóðfélagslegar; 3. að stuðla að menntun um alla brunameðferð, þ. á m. fyrstu hjálp og hjúkrun; 4. að örva til bættrar meðferðar í öllum löndum og gera virka hjálp tiltæka, þar sem þörf er á, með þeim aðferðum, sem mögulegar eru; 5. að stuðla að vinsamlegri samvinnu í öllum löndum með því að miðla og dreifa upplýsingum: með heimsóknum, erindum, styrkj- um, fundum, samlestrum, sýningum o. s. frv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.