Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 34
110 LÆKNABLAÐIÐ með aðferðum Salks. Hver skammtur þessa bóluefnis er gerður úr mænusóttarveirum af öllum þrem ættum. Veirurnar liafa verið ræktaðar í apavef í glösum og drepnar með formaldehyd. Má ætla, að notkun þessa bóluefnis eigi sinn þátt í því, að mænu- sótt hefur minnkað mjög á skýrslum lækna þessi síðustu ár, eins og 1. tafla leiðir í ljós. Rannsóknaraðferðir Enteroveirurnar vaxa margar vel i apa- og mannavef í glös- um. Ræktunartilraunirnar, sem lýst verður hér á eftir, voru gerð- ar í apafrumum og svonefndum IleLa frumum, sem ræktuðust úr legkrabbameini í Raltemore í Bandaríkjunum árið 1949 og hef- ur síðan verið dreift um ýmsar rannsóknarstofur, vegna þess að þær eru handhægt æti fvrir mænusóttarveirur. Mótefnamælingarnar, sem sagt verður frá hér, voru gerðar þannig, að 100 skömmtum, sem nægja til að sýkja vefjagróður í til- raunaglösum (100 TCID50), var blandað saman við blóðvatn úr þeim, sem mæla átli mótefni í. Blóðvatnið var þynnt x/4 eða Vs, þegar alhugað var, hvort í þvi væru mótefni. Ef mótefni fund- ust, voru gerðar Iiærri þynningar til að ákveða styrkleika þeirra. Blandan af blóðvatni og veirum var látin standa í stofuhita í einn lil tvo tíma, því næst notuð til að sýkja með fjögur til fimni vefjaglös fyrir hvert blóðvaln. Ef mótefni voru fyrir hendi, vernd- uðu þau vefjagróðurinn fvrir sýkingu, og leið frumunum í slík- um glösum ágætlega fjórum til sex dögum eftir, að veirubland- an var sett í þau. Ef engin mótefni voru, drápu mænusóttarveirurnar vefja- gróðurinn á þremur lil fjórum dögum. Niðurstöður I. mynd sýnir útbreiðslu faraldursins af ætt I árin 1955— 1956 samkvæmt niðurstöðum mælinga á mótefnunum gegn ætt I í blóði barna á ýmsum stöðum á landinu. Öll voru þessi börn fædd eftir faraldurinn 1946 og höfðu þvi ekki áður lifað mænu- sóttarfaraldur. Athvglisvert er, að á Þórshöfn og Patreksfirði, þar sem skráð voru um 200 tilfelli af sjúkdómi í miðtaugakerfi, er líktist mænu- sótt (45 lömunarsjúklingar, sbr. 2. töflu), meðan faraldurinn af ætt I gekk í Reykjavik og nágrenni, fundust alls engin mótefni gegn ælt I í þeim börnum, sem athuguð voru. Annað atriði, sem vert er að vekja athygli á, kom i ljós við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.