Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1966, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 01.08.1966, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 169 tvo með ráðherra. Sendi hún læknum þeim, sem sagt höfðu upp störf- um, fyrirspurn um, hverjar væru helztu orsakir uppsagnar og hvert væri viðhorf læknisins til starfsaðstöðu og fyrirkomulags um læknis- þjónustu, kjaramál og fleira. í svörunum kom fram, að meginorsök upp- sagna var óviðunandi starfsaðstaða, óánægja með skipulag læknisþjón- ustunnar og síðast, en ekki sízt, megn óánægja með seinagang og skipu- lagsleysi í byggingamálum Landspítalans. Hafa einstakir nefndarmenn þegar lagt fram álitsgerðir sem grundvöll fyrir umræður í nefndinni. Allir höfðu læknar, er upp sögðu, miðað við þriggja mánaða upp- sagnartíma. Er liða tók að þeim tíma, er uppsagnir tækju gildi, fór ráð- herra fram á það við nefndina, að hún bæði hlutaðeigandi lækna um að lengja nokkuð uppsagnartimann, meðan unnið væri að þessum mál- um hjá nefndinni. Féllust læknarnir á framlengingu um það bil 6 vikur. Jafnframt því sem þessi nefnd vinnur áfram að gagnasöfnunum og ræðir vinnu- og starfsaðstöðu lækna á nefndum stöðum, fara einnig fram viðræður um launamál þessara lækna. Eftir að málefni fóru í þennan farveg, sem lýst hefur verið, vísuðu. læknarnir málinu til Læknafélagsins, og annast nú launanefnd félags- ins samningagerðir fyrir hönd þeirra við fulltrúa ríkisvaldsins, en að nokkru er gerð nánari grein fyrir þessum hluta undir kaflanum um launanefnd félagsins á öðrum stað í skýrslu þessari. Þess má og geta hér, að fulltrúar læknafélaganna í þessari nefnd hafa þegar undirbúið og lagt fram uppkast að samningi undir nýju kerfi, sem nefnt hefur verið eyktakerfið og kemur í stað þess kerfis, sem við heíur verið unnið til þessa og fallið hefur undir Kjaradóm. Hið nýja kerfi hefur í för með sér, að læknar fara alveg út úr þeim ramma, er markaður hefur verið með Kjaradómi, en greiðslur fyrir störf, unnin eftir þessu nýja kerfi, eru nú í fyrsta sinn prentaðar í taxta félagsins, sem lagður er fram á þessum aðalfundi. Allur undirbúningur þessara víðtæku mála hefur hvílt á herðum læknaþjónustunefndar L. R., og eiga þeir félagar miklar þakkir skild- ar fyrir störf sín, sem hafa verið bæði tímafrek og vandasöm. Þótt núverandi stjórn félagsins auðnist ekki að sjá fyrir end.ann á þessum málum í stjórnartíð sinni, vonar hún, að samningar, reistir á þessu nýja starfskerfi, eigi eftir að verða allri læknastéttinni til gagns. Frá sérgreina- Hinn 30. janúar 1966 var stofnað Félag augnlækna. félögum. Formaður þess er Kristján Sveinsson, ritari Guðmund- ur Björnsson og gjaldkeri Bergsveinn Ólafsson. Þetta nýja félag er boðið velkomið í hóp séigreinafélaga innan Læknafélags- ins. Þetta nýja félag hefur ákveðið að taka upp mjög merkilegt nýmæli. Ákveðið hefur verið að stofna tímarita- og bókasjóð. í stað þess að ein- stakir félagsmenn kaupi timarit hver fyrir sig, leggja allir augnlæknar ákveðna upphæð í sjóð, sem síðan kaupir öll helztu tímarit í sérgrein- inni og nýjar bækur um augnlækningar. Með þessu móti kaupa þeir allt hið helzta í sérgrein sinni. Hafa þeir farið fram á að fá húsnæði fyrir bækur þessar og tímarit í bókasafni félaganna í Domus Medica, og verði þar sköpuð aðstaða til útlána og lestrar. Bækurnar og tímaritin hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.