Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1971, Qupperneq 16

Læknablaðið - 01.04.1971, Qupperneq 16
34 LÆKNAB LAÐIÐ á sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann átti drýgstan þátt í því, að Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri var stofnað, og veitti þvi for- stöðu til dauðadags. Raunar lauk Guðmundur Karl aldrei framhaldsnámi. Ef litið er á náms- og starfsferil hans í ritinu „Læknar á lslandi“, 2. útg. 1970, kemur i ljós, að hann hefur stöðugt verið á verði og reynt að afla sér aukinnar þekkingar á sviði sinu, og einkum tileinkaði liann sér lungnaskurðlækningar. Um það leyti, er Guðmundur Karl settist að á Akureyri, var herklaveikin á Islandi í hámarki. Sem úrslitakostur til að loka cavernum var brjóstholsþrenging (thoracoplastic). Þetta var mjög mikil aðgerð og áliættusöm, ekki sízt, ef miðað er við þau hjálpargögn, sem þá voru til. Tækni við blóðgjafir og svæfingar var þá í bernsku hér á landi. Nokkuð hafði verið gert af þessum aðgerðum á Landakotsspítala og Landspítalanum, en reyndin varð sú, að Guðmundi Karli var falið að gera allar þess- ar aðgerðir. Starfssvið lians náði því ekki einungis til Akureyrar og Norðurlands, heldur til landsins alls. Guðmundur Karl var gæcldur óvenjumikilli lífsorku og starfs- gleði, og oft leiftraði hann af athafnaþrá. Ekkert mannlegt var honum óviðkomandi, en það, sem honum var lijartfólgnast auk skyldustarfa, var náttúrudýrkun. Gróður og græðsla var honum unun, og var hann ötull skógræktarmaður. Alest yndi hafði hann þó af að fylgjast með fuglalífinu. Guðmundur Karl var mjög félagslyndur, og í samkvæmum var liann lirókur alls fagnaðar. Hann var mjög skennntilegur x-æðumaður og talaði oft af miklum eldmóði. Hann starfaði i mörgum félögum og hafði þá jafnan forustu. Vitnum við enn í ritið „Læknar á Islandi“. Þar er þó margt vantalið. T. d. má geta þess, að hann var lengur en nokkur annar starfsfélagi for- maður í Læknafélagi Akureyrar. Á æskuárum var liann mikill íþróttamaður, og alla ævi hafði hann ánægju af útivist, fjall- göngum, veiðum og hvers konar sporti. Guðmundur Karl var einnig mikill heimilismaður, og þar var lireiðrið, sem honum þótti vænst um. Hann varð fyrir þeirri gæfu að eignast afburðakonu í glæsileik og manndómi, Ingu Karls- dóttur hjúkrunarkonu. Þau eignuðust fjórar dætur, og frá þeim er mikill ættbogi í uppsiglingu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.