Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1971, Page 31

Læknablaðið - 01.04.1971, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 43 varna. Við þessar skoðanir hafa aldrei fundizt lifandi sullir. Lungu, sem skoðuð hafa verið, eru úr fé af öllu landinu; þó hefur lítið verið skoðað af lungum úr fé af Austfjörðum og liluta af Vestfjörðum. Höfundar, sem fjallað liafa um sullaveiki á Islandi (Eggert Ölafsson, Bjarni Pálsson, 1772,] Magnús Stephensen 1808,10 Jón Finsen 1858,3 H. Krabbe 1863,7 Snorri Jónsson 1872,16 Magnús Einarsson 1901,8 telja allir, að lungna- og lifrarsullir í nautgrip- um séu mjög tiðir. Magnús Einarsson telur, að mergð þeirra í gömlum kúm hafi verið svo gífurleg, að lungun hafi á yfirborðinu oft litið út eins og „poki troðinn kartöflum“. Sollnar lifrar og lungu voru oft afarstór og 10-15 sinnum þyngri en heilhrigð líffæri9. Á árunum 1961-1970 var gerð leit í lungum og' lifrum full- orðinna nautgripa, sem slátrað var í sláturhúsi Sláturfélags Suður- lands í Reykjavík. Leit var alls gerð í 6900 nautgripum, aðallega mjólkurkúm úr Borgarfirði, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Árnes- og Rangárvallasýslu. Liffærin voru skoðuð og þukluð, en aðeins skorið í þau, ef ástæða þótti til. Vökvafylltar blöðrur, misstórar, fundust í fáeinum lifrum, en engir sullir, hvorki í lifur né lung- um. 1 einu rita sinna um sullaveiki minnist Harald Krabbe á, að hann hafi fundið ígulsulli í svini í Eyjafirði.7 Magnús Einarsson getur um lifrar- og lungnasulli í svínum.9 Þvi voru lungu og lifur könnuð vandlega í öllum fullorðnum svínum, sem slátrað var í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands í Reykjavík á árunum 1961-1970. Á þessu árabili voru alls drepin 1731 svín ársgömul eða eldri, flest úr Reykjavík eða nágrenni. Þessi leit að sullum í innyflum svína bar engan árangur. 1 lirossum hafa ígulsullir aldrei fundizt hér á landi, svo að vitað sé. Höfuðsótt, vanki eða mein (coenurosis), var algengur sjúk- dómur i sauðfé hér á landi, einkum í gemlingum og veturgömlu, en er einstöku sinnum líka getið í nautgripum.9 Sjúkdómurinn var að jafnaði banvænn. Nú hefur höfuðsóttar ekki orðið vart hér á landi áratugum saman, og í samræmi við það hefur vanka- sullur hvergi fundizt síðustu áratugina. Netjusullir eða lausasullir (cysticercosis) eru enn algengir í sauðfé hér á landi. Netjusullir eru oftast meinlausir, nema fjöldi þeirra i kviðarholi sé mjög mikill, cða þeir séu á stöðum, þar sem þeir trufla eðlilega starfsemi líffæra. Vegna þess hve netju-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.