Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1971, Síða 31

Læknablaðið - 01.04.1971, Síða 31
LÆKNABLAÐIÐ 43 varna. Við þessar skoðanir hafa aldrei fundizt lifandi sullir. Lungu, sem skoðuð hafa verið, eru úr fé af öllu landinu; þó hefur lítið verið skoðað af lungum úr fé af Austfjörðum og liluta af Vestfjörðum. Höfundar, sem fjallað liafa um sullaveiki á Islandi (Eggert Ölafsson, Bjarni Pálsson, 1772,] Magnús Stephensen 1808,10 Jón Finsen 1858,3 H. Krabbe 1863,7 Snorri Jónsson 1872,16 Magnús Einarsson 1901,8 telja allir, að lungna- og lifrarsullir í nautgrip- um séu mjög tiðir. Magnús Einarsson telur, að mergð þeirra í gömlum kúm hafi verið svo gífurleg, að lungun hafi á yfirborðinu oft litið út eins og „poki troðinn kartöflum“. Sollnar lifrar og lungu voru oft afarstór og 10-15 sinnum þyngri en heilhrigð líffæri9. Á árunum 1961-1970 var gerð leit í lungum og' lifrum full- orðinna nautgripa, sem slátrað var í sláturhúsi Sláturfélags Suður- lands í Reykjavík. Leit var alls gerð í 6900 nautgripum, aðallega mjólkurkúm úr Borgarfirði, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Árnes- og Rangárvallasýslu. Liffærin voru skoðuð og þukluð, en aðeins skorið í þau, ef ástæða þótti til. Vökvafylltar blöðrur, misstórar, fundust í fáeinum lifrum, en engir sullir, hvorki í lifur né lung- um. 1 einu rita sinna um sullaveiki minnist Harald Krabbe á, að hann hafi fundið ígulsulli í svini í Eyjafirði.7 Magnús Einarsson getur um lifrar- og lungnasulli í svínum.9 Þvi voru lungu og lifur könnuð vandlega í öllum fullorðnum svínum, sem slátrað var í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands í Reykjavík á árunum 1961-1970. Á þessu árabili voru alls drepin 1731 svín ársgömul eða eldri, flest úr Reykjavík eða nágrenni. Þessi leit að sullum í innyflum svína bar engan árangur. 1 lirossum hafa ígulsullir aldrei fundizt hér á landi, svo að vitað sé. Höfuðsótt, vanki eða mein (coenurosis), var algengur sjúk- dómur i sauðfé hér á landi, einkum í gemlingum og veturgömlu, en er einstöku sinnum líka getið í nautgripum.9 Sjúkdómurinn var að jafnaði banvænn. Nú hefur höfuðsóttar ekki orðið vart hér á landi áratugum saman, og í samræmi við það hefur vanka- sullur hvergi fundizt síðustu áratugina. Netjusullir eða lausasullir (cysticercosis) eru enn algengir í sauðfé hér á landi. Netjusullir eru oftast meinlausir, nema fjöldi þeirra i kviðarholi sé mjög mikill, cða þeir séu á stöðum, þar sem þeir trufla eðlilega starfsemi líffæra. Vegna þess hve netju-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.