Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1971, Side 38

Læknablaðið - 01.04.1971, Side 38
46 LÆKNABLAÐIÐ ákvæði þessarar tilskipunar haí'i verið virt. Talið er, að skatt- lagningu á óþarfa hunda hafi verið slælega framfylgt, og skatt- urinn því ekki haft tilætluð álirif til að fækka hundunum. En þá kom til annar skattstjóri, er lieimti sinn skatt refja- laust. Sumarið 1870 barst hundapest til Islands með hundi ensks ferðamanns, er tók land á Seyðisfirði. Þá hafði hundapest eigi verið hér á landi síðan 1855-1856.17 Var því vaxin upp kynslóð hunda í landinu, sem engin kynni hafði haft af hundapest og liafði því engin mótefni gegn lmndapestarveirum. Hundapestin geisaði liaustið og veturinn 1870 um Austurland og Norðurland, drap fjölda hunda og gerði sum heimili liundlaus. Síðan barst pestin vestur í Dali og suður um Borgarfjöx-ð, en gekk líka allvíða á Suðurlandi.19 Engar tölur eru til um það, hve mikið hundum hefur fækkað þau misseri, sem hundafárið geisaði, en vafalaust hefur verið um mjög verulega fækkun að í’æða. Harald Krabhe reyndi að kanna eftir skýrslum hreppstjóra, hve margir liundar hafi vei'ið á landinu árin 1883-1888. Kornst hann að þeirri niðui’stöðu, að liundar væi'u ekki færri en 10.000. Virðist því óhætt að áætla, að frá 1869 til 1883-1888 liafi hund- um fækkað um rúmlega helming. Hundafár gekk aftur hér á landi 1888 og enn 1892, en þessir faraldrar voru hvorki eins magnaðir né náðu sömu útbreiðslu og faraldurinn 1870, en gei’ðu þó sitt til að hundum fækkaði. Ái’ið 1890 voru sett lög um hundaskatt o. fl. fyi'ir forgöngu þriggja lækna, er þá áttu sæti á Alþingi. Var þar hert á skatt- lagningu vegna hunda og heimilað að fyi'ii’skipa lækningar á hundum af handormum. Eftir að lög þessi tóku gildi, var farið að lialda skrár um fjölda liunda á Islandi. Samkvæmt þeinx er fjöldi hxinda árin 1893-1911 nokkxið jafn frá ái'i til árs, eða 6.000-7.000. Jafnvel þó að gert sé ráð fyrir verulegum tíundarsvikum. virðist nxega slá því föstu, að hundunx hér á laxidi liafi fækkað mjög verulega xmx svipað leyti og verulega fer að draga úr smiti fólks af sulluixi, eða á árununx 1880-1890. Jafnframt þessari miklu fækkun hunda, verður önnur veru- leg breyting á búskaparháttunx Islendinga. Um og eftir 1870 hófst sala á sauðfé á fæti til Bi'etlands. Þótti verzlun þessi hagstæð, enda kom fyrir greiðsla i skírum gullpeningunx. Sunx árin voru flutt út 60-70.000 fjár á fæti, en á þessum tima eru taldir fram Iiálægt 90.000 sauðir á öllu landinu, og sýnir það glöggt, hve

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.