Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1971, Page 77

Læknablaðið - 01.04.1971, Page 77
LÆKNABLAÐIÐ 71 í landinu, sem geta framkvæmt þær rannsóknir. Við sjáum fram á, að þetta verði mun auðveldara i nánustu framtíð, þar sem mörg sjúkrahús liafa nú ráðið í þjónustu sína meinatækna, og mun sú þróun eiga eftir að aukast verulega á komandi árum. Lögð verður áherzla á, að allir meinatæknar, sem livggjast ráða sig til sjúkrahúsa úti á landi, fái nægilega þjálfun í Blóðbankan- um, áður en þeir hefja starf sitt, þannig að þeir geti sinnt þess- um rannsóknum á viðeigandi hátt. Þótt Rhesus-varnir takist svo sem bezt vei’ður á kosið, megum við enn um árabil búast við þvi að fá Rhesus-næmar (Rliesus- sensitiseraðar) konur til meðferðar, þ. e. annars vegar konur, sem voru orðnar „sensitiseraðar“, áður en Rhesus-varnir hófust, og hins vegar þær konur, Rhesus-neikvæðar, sem missa fóstur og ekki njóta innnune globulin gjafar eftir fósturlátið. Með áframhaldandi blóðflokkunum og mótefnamælingum i Blóðbankanum hjá öllum þunguðum konum fást á einum og sama stað upplýsingar um þær konur, sem „sensitiserast“ í land- inu, jafnharðan og það kemur í ljós. Sérstök samræmd skrá er höfð yfir allar Rhesus-næmar konur i landinu, bæði i Blóðbank- anum og á fæðingardeild Landspítalans. Með tilkomu þessarar skráningar hefur engin Rhesus-næm kona fætt á fæðingardeild Landspítalans, án þess að vitað væri um það fyrir fram. Hefur þessum konum verið fylgt eftir með legvatnsprófum á seinni hluta meðgöngutímans. Legvatnsprófin vcita upplýsingar um, hvort ástæða sé til að flýta fæðingu, og jafnframt, hvort vænta megi blóðskipta hjá börnunum nýfæddum. FÓSTURLÁT Þó að telja beri, að árangur af Rhesus-vörnum hjá fæðandi konum liafi verið mun betri en vonir stóðu til á fyrsta ári, er því miður ekki sömu sögu að segja um konur, sem láta fóstri. Kannaðar liafa verið niðurstöður á sjúkrahúsum í Reykjavík og víðar. 1 ljós kom, að á sjúkrahúsin í Reykjavík konm 237 konur með fósturlát (fóstureyðingar og fósturlát). Af þeim voru 208 blóðflokkaðar. 36 konur reyndust vera Rhesus-neikvæðar, cn að- eins 12 fengu immune globulin. Konur, sem láta fóstri, eru yfirleitt lagðar inn ó sjúkrahúsin á vöktum þeirra. Þær liggja stuttan tíma, venjulega aðeins tvo til þrjá daga. Eins og getið var um hér að ofan, hefur láðst að flokka 29 konur. En þó að blóð liafi verið sent í flokkun til Blóðbankans, t. d. daginn eftir komu á sjúkrahúsið, hefur konan

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.