Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 15

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ 121 Gunnar Biering: Dánartölur nýfæddra barna í Reykjavík 1961-1970 Inngangur Hugtakið perinatal mortalitet táknar dánartölur meðal ný- fæddra barna. Nær þetta bugtak yfir tvo meginþætti i dánartöl- um, þ. e. andvana fædd börn annars vegar og lifandi fædd börn, sem deyja innan sjö daga frá fæðingu, liins vegar. ísilenzkar heilbrigðisskýrslur greina ekki frá dánartölum ný- fæddra sérstaklega. I skýrslunum er gefinn upp fjöldi andvana fæddra barna og lifandi fæddra, sem deyja á fyrsta ári eftir fæðingu, þ. e. dauða innan viku frá fæðingu er ekki getið. Perinatal mortalitet er nú víðast notað sem mælikvarði á árangur af meðferð nýfæddra barna. Þótti þvi tímabært að gera þá athugun, sem greint verður frá hér á eftir. 1. tafla Fæðingarstaðir í Reykjavík 1961 — 1970 Fæðingardeild Landspítalans 12673 fæðingar alls; 201 tvíburafæðing, 6 þríburafæðingar. Fæðingarheimili Reykjavíkur 9648 fæðingar alls; 57 tvíburafæðingar Fæðingarheimili Guðrúnar Halldórsdóttur 456 fæðingar alls; 2 tvíburafæðingar. Fæðingarheimili Guðrúnar Valdimarsdóttur 26 fæðingar alls. Heimafæðingar í Reykjavík 442 fæðingar alls; 3 tvíburafæðingar. Samtals 23520 börn

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.