Læknablaðið - 01.08.1971, Blaðsíða 20
126
LÆKNABLAÐIÐ
urnar eru komnar á stofnunina, eru þær fluttar þaðan á fæð-
ingardeild Landspítalans.
Á fæðingardeildina konia konur, sem haft hafa sjúkdóma eða
einhver önnur afbrigði á meðgöngutímanuni, svo og konur,
sem vænta má afbrigðilegra fæðinga hjá. Á þetta ekki við um
Reykjavikurkonur eingöngu, því að margar konur koma á
sjúkrahúsið einmitt af þessum ástæðum hvaðanæva að af land-
inu.
h. tafla sýnir einnig muninn á tíðni fyrirburða á þessum
tveim stofnunum. Fæð fyrirburða á Fæðingarheimilinu er ein
af meginástæðunum fyrir láguni dánartölum á þeirri stofnun.
Áuk ])ess var fæðingarþyngdin 2000 gm og meira hjá 9ö% fyrir-
burðanna, sem skýrir hinar lágu dánartölur meðal fyrirburð-
anna á fvrrnefndri stofnun.
Tölurnar í aftasta dálkinum í 8. töfla (þ. e. aðrir fæðingar-
staðir) eru tæplega samanburðarhæfar við tölurnar frá fæð-
ingardeildinni og Fæðingarheimilinu, þar sem aðeins var um
að ræða 213 börn og fvrirburðir meðal þeirra voru einungrs
fimm.
Niðurstöður og umræður
Sýndar liafa verið tölur vfir tíðni fæðinga í Reykjavík frá
ársbvrjun 1961 til ársloka 1970. Einnig hefur verið getið tiðni
fyrirtburða, fjölda andvana fæddra barna og látinna o. s. frv.
Ráðizt var í þessa atliugun til að kanna tvö atriði sérstaklega.
1. Hvaða þróun hefur átt sér stað síðastliðin 10 ár í þess-
uin málum hér á landi.
2. Hver er staða okkar með tilliti til perinatal mortalitets i
samanburði við aðrar þjóðir.
Ef fyrra atriðið er afihugað nánar, þá veitir 2. mynd nokkra
hugmynd um þær breylingar, sem orðið liafa á þessu timabili.
Myndin sýnir perinatal mortalitet á fæðingardeild Landspítal-
ans. ' ■*“
4
Eins og áður hefur verið gelið, eru verulegar sveiflur á dán-
artölum barnanna frá ári til árs. Við nánari athugun sést, að
sveiflurnar eru sérstaklega áberandi fvrstu 5 árin. Seinni fimm
árin eru tölurnar frá ári til árs miklu jafnari og heldur lækk-
andi, að árinu 1968 undanskildu. Var perinatal mortalitet þá
39.9/1000. Stafar þetta af hærri dánartölum meðal fyrirburða á
þessu ári. Heildarfjöldi fyrirburða, sem fæddust, var að vísu
ekki meiri en hin árin, en hlutfall þeirra, sem fæddust löngu