Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1971, Side 21

Læknablaðið - 01.08.1971, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ 127 fyrir eðlilegan tíma, var óvenjulega iiátt, og dánartölur iiœkka ört í öfugu iilutfalli við þroska barnanna við fæðingu. Eins og áður greinir frá, var heildartimabilinu, sem rannsak- að var, skipt i tvö finmi ára timabil til samanburðar. Sést þá, að perinatal mortalitet er 2/1000 lægra á tímabilinu 1966 — 1970 en það var 1981 — 1965 (sjá 5. töflu). Jafnframt sést, að þessi lækkun á perinatal mortaliteti er fyrst og fremst fólgin í fækkun andvana fæðinga. Veldur þessu vafalítið bætt meðferð á þunguðum konum, einkum betra eftirlit með konum, sem þjást af sjúkdómum á meðgöngutíma og einnig af fullkomnari fæðingarhjálp hin siðari ár. Hlutfallstala lifandi fæddra barna, sem (létust eftir fæðing- una, hefur hins vegar lilið breytzt og jafnvel aðeins aukizt. Þessu veldur einkum tvennt. Það er þá fyrst, að fækkun and- vana fæðinga hefur að nokkru leyli orðið á kostnað lifandi fæddra barna, sem devja á fyrstu sólarhringunum eftir fæðingu. Börn, sem áður fæddust andvana, ná því nú vegna bæitrar með- göngu- og fæðingarhjálpar að fæðast lifandi. Ástand þess- ara barna er liins vegar oft svo lélegt við fæðinguna, að þau 1 ifa ekki nema skamman tíma. Helztu dánarorsakir undir slík- um kringumstæðum eru þá asphvxia, membrana hvalinisata og iungnabólga. 1 öðru lagi hefur hlutur afbrigðilegra fæðiuga i heildarfjölda fæðinga á Landspítalanum verið að aukast undanfarin ár, en dánartölur ungbarna eru óhjákvæmilega hærri við slíkar fæð- ingar. Þá er það einnig staðrevnd, að þrátt fvrir víðtækar rannsókn- ir og öra þróun í öllu, er lýtur að meðferð nýfæddra síðastliðinn áratug, hefur postnatal morlalitet (á fyrstu sjö dögum eftir fæðingu) litið lækkað, a. m. k. með þeim þjóðum, sem notið hafa góðrar lieilbrigðisþjónustu. I 5. töflu má sjá, að tíðni fvrirburða liefur aðeins aukizt á þessu timabili. Það kann að vera, að við eigum sjálfir einlivern jjátt í þessari hækkun. Það er algengara hin seinni ár, að fram- kallaðar eru fæðingar fyrir tímann undir ákveðnum kringum- stæðum, ef það er talið móður og barni í liag. Sem dæmi má nefna konur með mikla fóstureitrun. Þá má einnig geta Rhesus- neikvæðra kvenna með mikið magn mótefna i blóði sínu. Und- ir slíkum Icringumstæðum getur það verið börnum þeii'ra veru- lega í bag, að fæðingu sé flýtt.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.