Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1971, Side 26

Læknablaðið - 01.08.1971, Side 26
132 LÆKNABLAÐIÐ LÆKNABLAÐIÐ 57. árg. Ágúst 1971 FELAGSPRENTSMIÐIAN H.F. Óeigmgjarnt samstarf þarf ti! a5 hefja hjarta- skurðiækningar á Islandí Ótrúlegar framfarir liafa orð- ið í hjartaskurðlækningum sið- asta áratugiun. Nú eru flestir meðfæddir hjaríagallar skurð- tækir, ef þeir koma til aðgerðar á réttam tíma. Einnig er unnt að g'era við alla lokugalla. Fjöldi sjúklinga með þessar tvær gerð- ir hjartagalla ár hvert hérlendis mun vera nálægt fimmtán. Ekki er sá fjöldi grundvöllur fyrir innlendri skurðmeðferð, cf ckki kæmi annað til. En nú er farið að græða í hjörtu manna æðar úr lærum þeirra sjálfra, og þannig er hlóð leitt fram lijá stíflum í kransæðunum. Fólk, sem vart hefur getað gengið vegna hjartaverkja, fer allra sinna ferða óþægindalaust, þeg- ar vel tekst til. Eu það, sem sannfært hefur hjartalækna um ágæti aðgerðarinnar fremur en allt annað, er það, að með snöggri ígræðslu æða hjá dauð- vona kransæðasj úklingum i losti má á ný opna blóðrennsli fram lijá stíflu til stórs hluta hjartans, sem annars hefði dá- ið. Þessir nýju æðaflutningar hafa varpað stórum skugga á hjartaflutninga, sem svo mikl- ar vonir voru áður bundnar við. Aðalspurningin er sú, hvort tíðni skurðtækra krans- æðasjúklinga hérlendis sé nægi- leg', til að vel þjálfaðir sam- starfshópar geti myndazt. Skoð- un þess, sem þetta ritar, byggð á reynslu erlendis, er sú, að nægi- leg'ur fjöldi sjúklinga sé fyrir liendi, ef flutningamálum bráð- veikra kransæðasjúklinga verð- ur komið i viðunandi horf (sbr. ritstjórnargrein síðasta Lækna- blaðs). Reynsla þessara aðgerða er svo skammæ, að ekki er hægt að útiloka, að þessar nýju æðar liljóti ekki sömu örlög' og hinar náttúrlegu, en við hverja nýjung verður að hinda fyllstu vonir á hverjum tíma, og nýir tímar hafa oftast séð einhver ný ráð. Forsenda aðgerðanna er rann- sókn á starfsemi hjartans og kvikmyndun kransæða með tafarlausri framköllun kvik- mynda. Til rannsóknanna, til aðgerðarinnar sjálfrar og síð- ast en ekki sízt til eftirmeðferð- ar sjúklinganna er þörf sér- menntaðra hjartaskurðlækna, hjartalyflækna, svæfingalækna, hjúkrunarkvenna og tæknifólks auk tækjahúnaðar, sem þó er ekki fyrir hendi að öllu leyti. Þessi starfshópur er til, en því miðuröllu samstarfi óvanur, þar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.