Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1971, Side 30

Læknablaðið - 01.08.1971, Side 30
136 LÆKNABLAÐIÐ Útskrift úr fundargerðarbók stjórnar L. I. frá 19. maí 1969 Fundur í stjórn L.í. 19. maí 1969, kl. 20.00 í Domus Medica. Mættir: Stefán Bogason og Friðrik Sveinsson, en Arinbjörn Kol- beinsson, formaður L.Í., er erlendis. Þá var og mættur Daníel Daníels- son, sjúkrahúslæknir í Húsavík, og enn fremur Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., en Daníel hafði óskað eftir fundi með honum og stjórn L.í. I. MÁL Reglugerð um störf lækna við' Sjúkrahúsið í Húsavík. Reglugerðin hefur fengið staðfestingu viðkomandi ráðuneytis, Páll Gíslason, yfirlæknir á Akranesi, var fulltrúi L.í. við samningu hennar. Daníel rakti stuttlega aðdraganda að stofnun stöðu yfirlæknis við sjúkrahúsið í Húsavík. Hann lagði áherzlu á, að aldrei hefði verið rætt um að breyta því í opið sjúkrahús. Hann hélt því fram, að umrædd reglugerð bryti í bága við sjúkra- húsalögin, og bar það álit sitt undir Guðmund Ingva Sigurðsson hrl. Guðmundur kvaðst ekki geta látið í ljós álit sitt, að ekki betur athuguðu máli, en hitt væri rétt, að ef reglugerðin bryti í bága við sjúkrahúsalögin, yrði reglugerðin að víkja. Voru málin nú rædd nánara og rýnt í sjúkrahúsalögin og um- rædda reglugerð um störf lækna á sjúkrahúsinu í Húsavík. Eftir það lét G. I. S. það álit í ljós, að sér virtist sem reglugerðin bryti í bága við sjúkrahúsalögin og gengi of langt í að rýra völd ráðins yfirlæknis við sjúkrahúsið. Daníel Daníelsson, ráðinn yfirlæknir, gæti því staðið fast á rétti sínum samkv. sjúkrahúsalögunum, ef í odda skerst um framkvæmd reglugerðarinnar, en benti jafnframt á, að sjúkrahússtjórn gæti sagt honum upp starfi með löglegum fyrirvara, svo fremi, að hann hefði ekki sérsamninga, sem gengju í aðra átt. Hins vegar lagði Guðm. I. Sigurðsson til, að Daníel reyndi til hlítar samstarf við læknana, samkvæmt reglugerðinni, og léti á það reyna, hvernig til tækist. Þá benti Guðmundur I. Sigurðsson á, að sér fyndist umrædd reglu- gerð að sínum dómi gölluð; því væri rétt af stjórn L.í. að yfirfara hana, því að hætta sé á, að hún verði í framtíðinni notuð sem fordæmi annarra hliðstæðra reglugerða. Loks bar Daníel Daníelsson fram þá fyrirspurn til stjórnarmeð- lima L.Í., hvort stjórn L.í. bæri ekki skylda til þess að leitast við að rétta hlut þeirra félagsmanna, sem væru misrétti beittir. Mættir stjórnarmenn staðfestu, að svo væri. Daníel kvaðst þá geyma sér allan rétt til þess að leita til stjórnar L.Í., ef honum reyndist þörf á því síðar. Fleira ekki gert. Fundi slitið, Friðrik Sveinsson, ritari

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.