Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1971, Síða 32

Læknablaðið - 01.08.1971, Síða 32
138 LÆKNABLAÐIÐ 2) Lögfræðingurinn fullyrðir, að ég geti staðið fast á rétti mínum skv. sjúkrahúsalögum, ef í odda skerist um framkvæmd reglu- gerðarinnar. 3) Lögfræðingurinn telur reglugerðina gallaða og hættulegt fordæmi, og því eigi stjórn L.í. að taka hana til endurskoðunar. 4) Mættir stjórnarmenn lýsa því yfir, að stjórn L.f, sé skylt að rétta hlut félagsmanns, er misrétti sé beittur. Öll þessi atriði virðast af vangá hafa fallið niður í frásögn stjórn- arinnar af fundinum í ársskýrslu sinni. Eru þessi mistök þeim mun leiðari sem stjórnin í skýrslu sinni leggur á það sérstaka áherzlu, hve vendilega hún hafi gætt þess að fara í hvívetna að ráðum lögfræðings síns í máli þessu, enda var á fundi þessum þeim ráðum ráðið, er úr- slitum réðu um frekari gang Húsavíkurmálsins, þar eð ég hafði óskað eftir fundinum til þess að þiggja þar ráð míns stéttarfélags um við- brögð við kröfu sjúkrahússtjórnarinnar á Húsavík um gjörbreytingu á rekstrarformi sjúkrahússins. Því miður hafa ekki aðeins ofangreind atriði fallið niður úr frá- sögn stjórnarinnar af þessum fundi, heldur hafa þar og slæðzt inn önnur atriði, er þar eiga ekki heima. Vil ég sérstaklega taka fram eftirfarandi: 1) Á nefndum fundi lét lögfræðingurinn aldrei orð falla um það, að ég skyldi í einu og öllu fara eftir reglugerðinni, enda hefði slíkt verið algjör mótsögn við áðurgreind ummæli hans, að ég gæti staðið fast á rétti mínum, ef í odda skærist um framkvæmd reglugerðar- innar. 2) Á þessum fundi bar það ekki á góma, að ég gæti leitað úrskurðar dómstóla um gildi reglugerðarinnar. Umræður um þá hlið málsins fóru þá fyrst fram, er ég fór þess á leit, að stjórn L.í. leitaði slíks úrskurðar, en það gerðist, eftir að mér hafði verið sagt upp starfi. 3) í umræðum okkar á fundi þessum bar það m. a. á góma, hvort hugsanlegt væri, að sjúkrahússtjórnin kynni að hafa hug á að segja mér upp starfi. í því sambandi gat lögfræðingurinn þess, að skv. því, er hann bezt vissi, gæti stjórnin sagt mér upp starfi með löglegum fyrirvara án þess að tilgreina ástæðu, svo fremi ég ekki hefði samninga, er gengju í aðra átt, en slíka samninga taldi ég mig hafa. Sú frásögn í skýrslu stjórnar L.Í., að lögfræðingurinn hafi bent mér á, að sjúkra- hússtjórnin kynni að segja mér upp starfi, ef ég færi ekki að þeim ráðurn, sem þar eru nefnd, er því á algjörum misskilningi reist. Síðar í tilvitnaðri skýrslu, bls. 179, segir stjórn L.Í., að lögfræðingurinn hafi talið, að stjórnin gæti ekkert aðhafzt frekar í málinu nema rannsaka það nánar. Því næst segir svo: ...en yfirlæknir sjúkrahússins synj- aði um leyfi til þessara athugana.“ (leturbr. hér) Hér hafa því miður enn átt sér stað meiri háttar mistök við samningu ársskýrslunnar. Fyrsta krafa mín til stjórnar L.í. var einmitt sú, að hún sæi til þess, að fram færi opinber rannsókn á Húsavíkurmálinu í heild. Hins vegar er rétt að geta hér, að nokkurs ágreinings gætti milli mín
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.