Læknablaðið - 01.08.1971, Síða 38
142
LÆKNABLAÐIÐ
Páll V. G. Kolka afhendir formanni L. f. myndina „Minning Pasteurs“.
Þegar formaður L.í. var staddur í London í byrjun september,
ræddi hann við Dr. Pallister, sem annast erlend sambönd fyrir British
Medical Association, og spurði hann, hvort brezka læknafélagið gæti
sent fyrirlesara til íslands til þess að ræða um framhaldsmenntun
almennra lækna í Bretlandi. Tók Dr. Pallister máli þessu mjög vel
og sagði það engum vandkvæðum bundið að finna vel hæfan fyrir-
lesara til að taka að sér þetta efni og verða jafnframt fulltrúi B.M.A.
á afmælishátíð Læknafélags íslands. Þetta mál var síðan rætt á
stjórnarfundi L.Í., eftir að formaður kom heim. Var ákveðið að skrifa
Dr. Pallister bréf um málið 10. september 1968.
Þessu bréfi var svarað af aðalritara brezka læknafélagsins, Dr.
Stevenson, og var þá skýrt frá því, að Dr. James Cameron mundi
verða fulltrúi brezka læknafélagsins og flytja erindi um áðurnefnd
efni á heilbrigðisráðstefnunni. í lok september höfðu borizt bréf frá
erlendu læknafélögunum, sem boðið hafði verið að senda fulltrúa, og
höfðu öll þegið boðið nema danska læknafélagið.
Afmælishátíðin var auglýst læknum með sérstakri auglýsingu.
Tímatakmörk til skrásetningar voru til 20. september, en fram-
lengd til 25. sept., og höfðu þá skráð sig rúmir 170 þátttakendur, að
gestum meðtöldum. Var þetta í fyrsta skipti, sem svo stór háborðs-