Læknablaðið - 01.08.1971, Síða 42
146
LÆKNABLAÐIÐ
er félagið var stofnað fyrir hálfri öld. Á sama tíma hefur íbúafjöldi
landsins rúmlega tvöfaldazt. Læknastéttin hefur þánnig vaxið mun
örar en þjóðin, og þá ber þess að gæta, að þekkingarforði lækna-
vísindanna hefur margfaldazt á sama tíma.
Læknafélagið hefur allt frá upphafi beitt sér fyrir margháttuðum
framförum og breytingum á heilbrigðislöggjöf, framkvæmdum í sjúkra-
húsmálum, breytingu á læknaskipan, stuðlað að almennri fræðslu
lækna með útgáfu Læknablaðsins í samvinnu við Læknafélag Reykja-
víkur. Á undanförnum árum hefur félagið einnig efnt til námsskeiða
fyrir héraðslækna og aðra praktíserandi lækna.
Þá hefur félagið beitt sér fyrir almenningsfræðslu um heilbrigðis-
mál; fyrr á árum með blaðagreinum og ritum, en að þeim stóð fyrst
og fremst Guðmundur Harinesson, sem lengi var forvígismaður ís-
lenzkra læknasamtaka og einn mesti íramfaramaður á fyrri hluta
þessarar aldar. Þá hefur félagið einnig í samvinnu við Læknafélag
Reykjavíkur séð um almenningsfræðslu um heilbrigðismál í útvarp.
Eitt mesta átak félagsins til þess að bæta starfsaðstöðu lækna og
gefa þeim betra tækifæri til félagslégrar starfsemi var það merka
framtak að stofna, í samráði við Læknafélag Reykjavíkur, Dcmus
Medica, sjálfseignarstofnunina, sem byggt hefur læknahús við Egils-
götu. Fyrst var rætt um stofnun Domus Medica 1920, en lengi vel
þótti eigi fært að leggja í slíkar framkvæmdir af fjárhagslegum ástæð-
um. Mál þetta var tekið upp í nýju formi af Bjarna Bjarnasyni á ár-
unum 1950-1960, og árið 1963 var hafin bygging hússins og henni að
fullu lokið 1966. í húsinu eru skrifstofur læknafélaganna, samkomu-
salur þeirra og vísir að bókasafni lækna, en nokkur hluti hússins er
leigður út fyrir verzlanir, í húsinu eru 30 lækningastofur, og starfa
þar 50 læknar, bæði sérfræðingar og heimilislæknar. f húsinu er einnig
skurðstofa fyrir minni háttar aðgerðir, rannsóknarstofa og röntgen-
deild.
Hús þetta hefur gerbreytt starfsaðstöðu fjölmargra lækna, sem
starfa utan sjúkrahúsa, og skapað mjög bætta aðstöðu fyrir alla
félagsstarfsemi læknasamtakanna. Þessi breytta aðstaða mun gera
íélaginu kleift í framtíðinni að hafa stóraukin áhrif á félagslega
þróun heilbrigðismála í landinu. í því sambandi má nefna fyrstu
heilbrigðismálaráðstefnuna, sem haldin var í Domus Medica haustið
1967, og einnig aðra heilbrigðismálaráðstefnuna, sem haldin er nú í
sambandi við hálfrar aldar afmæli félagsins. Þar er tekin til með-
ferðar heimilislæknisþjónusta í dreifbýli og þéttbýli, en þetta er eitt
af vandameiri viðfangsefnum heilbrigðismála hér á landi og snertir
hverja einustu fjölskyldu landsins.
Þá hefur félagið tekið upp þá nýbreytni að framkvæma skoðana-
kannanir um ákveðin atriði meðal lækna og fá þannig heildarmynd
af áliti stéttarinnar á mikilvægum málum. Á síðasta ári lét félagið
einnig hefja víðtæka athugun á starfsaðstöðu héraðslækna um land
allt. Úrvinnslu úr þeirri athugun er eigi lokið, en þess er vænzt,
að hún gefi veigamiklar upplýsingar um grunnorsakir læknaskorts-
ins í dreifbýlinu og hvað helzt megi verða til ráða til að bæta þar