Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1971, Síða 42

Læknablaðið - 01.08.1971, Síða 42
146 LÆKNABLAÐIÐ er félagið var stofnað fyrir hálfri öld. Á sama tíma hefur íbúafjöldi landsins rúmlega tvöfaldazt. Læknastéttin hefur þánnig vaxið mun örar en þjóðin, og þá ber þess að gæta, að þekkingarforði lækna- vísindanna hefur margfaldazt á sama tíma. Læknafélagið hefur allt frá upphafi beitt sér fyrir margháttuðum framförum og breytingum á heilbrigðislöggjöf, framkvæmdum í sjúkra- húsmálum, breytingu á læknaskipan, stuðlað að almennri fræðslu lækna með útgáfu Læknablaðsins í samvinnu við Læknafélag Reykja- víkur. Á undanförnum árum hefur félagið einnig efnt til námsskeiða fyrir héraðslækna og aðra praktíserandi lækna. Þá hefur félagið beitt sér fyrir almenningsfræðslu um heilbrigðis- mál; fyrr á árum með blaðagreinum og ritum, en að þeim stóð fyrst og fremst Guðmundur Harinesson, sem lengi var forvígismaður ís- lenzkra læknasamtaka og einn mesti íramfaramaður á fyrri hluta þessarar aldar. Þá hefur félagið einnig í samvinnu við Læknafélag Reykjavíkur séð um almenningsfræðslu um heilbrigðismál í útvarp. Eitt mesta átak félagsins til þess að bæta starfsaðstöðu lækna og gefa þeim betra tækifæri til félagslégrar starfsemi var það merka framtak að stofna, í samráði við Læknafélag Reykjavíkur, Dcmus Medica, sjálfseignarstofnunina, sem byggt hefur læknahús við Egils- götu. Fyrst var rætt um stofnun Domus Medica 1920, en lengi vel þótti eigi fært að leggja í slíkar framkvæmdir af fjárhagslegum ástæð- um. Mál þetta var tekið upp í nýju formi af Bjarna Bjarnasyni á ár- unum 1950-1960, og árið 1963 var hafin bygging hússins og henni að fullu lokið 1966. í húsinu eru skrifstofur læknafélaganna, samkomu- salur þeirra og vísir að bókasafni lækna, en nokkur hluti hússins er leigður út fyrir verzlanir, í húsinu eru 30 lækningastofur, og starfa þar 50 læknar, bæði sérfræðingar og heimilislæknar. f húsinu er einnig skurðstofa fyrir minni háttar aðgerðir, rannsóknarstofa og röntgen- deild. Hús þetta hefur gerbreytt starfsaðstöðu fjölmargra lækna, sem starfa utan sjúkrahúsa, og skapað mjög bætta aðstöðu fyrir alla félagsstarfsemi læknasamtakanna. Þessi breytta aðstaða mun gera íélaginu kleift í framtíðinni að hafa stóraukin áhrif á félagslega þróun heilbrigðismála í landinu. í því sambandi má nefna fyrstu heilbrigðismálaráðstefnuna, sem haldin var í Domus Medica haustið 1967, og einnig aðra heilbrigðismálaráðstefnuna, sem haldin er nú í sambandi við hálfrar aldar afmæli félagsins. Þar er tekin til með- ferðar heimilislæknisþjónusta í dreifbýli og þéttbýli, en þetta er eitt af vandameiri viðfangsefnum heilbrigðismála hér á landi og snertir hverja einustu fjölskyldu landsins. Þá hefur félagið tekið upp þá nýbreytni að framkvæma skoðana- kannanir um ákveðin atriði meðal lækna og fá þannig heildarmynd af áliti stéttarinnar á mikilvægum málum. Á síðasta ári lét félagið einnig hefja víðtæka athugun á starfsaðstöðu héraðslækna um land allt. Úrvinnslu úr þeirri athugun er eigi lokið, en þess er vænzt, að hún gefi veigamiklar upplýsingar um grunnorsakir læknaskorts- ins í dreifbýlinu og hvað helzt megi verða til ráða til að bæta þar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.