Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1971, Side 54

Læknablaðið - 01.08.1971, Side 54
154 LÆKNABLAÐIÐ of doctors in the country when the association was established 50 years ago. Over the same period the population of the country has doubled. The Icelandic Medical Association founded together with the Medical Society of Reykjavík the selfowned institution Domus Medica, which built this house in which the Half-a-Century Anniversary is now commemorated. The pioneer of Domus Medica and the chairman of the board of governors from the beginning has been Bjami Bjarna- son. The anniversary ceremony is in three parts: 1. Symposium (Rheumatoi arthritis), Oct. 3rd. 2. Conference of family doctor service, Oct. 4-5th. 3. Banquet, Saturday Oct. 5, 1968. The governors of the Icelandic Medical Association are now Arin- björn Kolbeinsson, chairman, Friðrik Sveinsson, secretary and Stefán Bogason, treasurer. Fylgiskjal 4 MINNI LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS flutt af formanni, Arinbirni Kolbeinssyni, á hólfrar aldar afmælis- hátíð félagsins Herra forseti íslands, virðulega forsetafrú, háttvirta samkoma! Þróun félagsmála hér á landi hefur skipazt á skömmum tíma, og aðeins eru fá stéttarfélög, sem starfað hafa hálfa öld eða meir. Lækna- félag Reykjavíkur, elzta félag íslenzkra lækna og næst elzta félag akademískra borgara í landinu, var stofnað 18. október 1909. Lækna- félag íslands, heildarsamtök íslenzkra lækna, var stofnað 14. janúar 1918, en það var mikið harðinda- og erfiðleikaár. Þá gekk yfir mesta farsótt þessarar aldar. En árið var jafnframt frelsis- og fullveldisár. Þá voru mörkuð tímamót í stjórnmálasögu landsins, tímamót, sem verða í minnum höfð, löngu eftir að erfiðleikar þessa tímabils eru gleymdir. Fyrstu stjórn Læknafélags íslands skipuðu Guðmundur Hannes- son, formaður, Guðmundur Magnússon, gjaldkeri, og Sæmundur Bjarn- héðinsson, ritari. Um stofnun félagsins sagði Guðmundur Hannesson m. a.: „Mitt í öllum harðindum, þrátt fyrir alla dýrtíð og styrjöld, byrja nú íslenzkir læknar árið með þessari félagsstofnun, víllausir og alls ósmeykir, til þess að búa betur í haginn fyrir komandi ár. Um það skal engu spáð, hvernig þessu félagi voru muni farnast, hvert gagn það getur unnið bæði læknastéttinni og landinu.“ Hér talaði bjartsýnn framfaramaður alls ósmeykur við tímabundna erfiðleika, enda einn af mestu framfaramönnum þessa tímabils. Fyrsta læknafélag, sem stofnað var hér á landi, mun hafa verið „Félag austfirzkra lækna“, sem stofnað var 16. júlí 1894. Það starf- aði aðeins tvö ár. Fyrsta almenna læknafélagið hér á landi var stofnað 29. ágúst 1898, og nefndist það „Hið íslenzka læknafélag". Félag þetta hélt aðeins einn fund, og lagðist starfsemi þess niður, þar sem ekki reyndist unnt að ná læknum saman til fundarhalda. Þá stofnaði Guð-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.