Læknablaðið - 01.08.1971, Síða 63
LÆKNABLAÐIÐ
161
það gafst mér vel, að tekið var á móti mér í þennan heim af varfærum
og hlýlegum konuhöndum, þá myndi ég ekki annað íremur kjósa mér
en að handan við tjaldið mikla taki í annað sinn á móti mér góð og
nærfærin kona.
Og loks þetta:
Af öllu því undursamlega, sem guð hefir skapað og gefið oss
mönnunum, er konan það undursamlegasta, kóróna sköpunarverksins,
hin mikla opinberun, upphaf og takmark flestra vorra glæsilegustu
drauma, og þess vegna þráum við hana heitast, elskum hana mest,
dáum hana mest og skuldum henni mest.
Herrar mínir, lyftum glösum vorum, og með djúpri virðingu,
aðdáun og miklu bakklæti drekkum vér vorra góðu og elskulegu lífs-
förunauta, kvennanna, heillaskál.
Fylgiskjal 6
P. V. G. Kolka:
Herra forseti íslands, virðulega forsetafrú!
Kæru kollegar og aðrir samkomugestir!
Ég hef leyft mér að kveðja mér hljóðs á þessum merkisdegi ís-
lenzkrar læknastéttar til þess að efna áður gefið heit um að afhenda
Læknafélagi íslands til eignar myndina „Minning Pasteurs".
Mér er mjög minnisstætt það kvöld snemma árs 1917, er Guð-
mundur Björnson landlæknir flutti fyrirlestur sinn um Louis Pasteur
og las jafnframt upp þýðingu sína á kvæðinu „Frægð Pasteurs“ eftir
próf. Charles Richet, sem árið 1913 hafði hlotið Nóbelsverðlaunin í
læknisfræði. Fyrirlesturinn var haldinn fyrir fullu húsi í Bárubúð,
sem þá var stærsta samkomuhús Reykjavíkur. í þá daga átti maður
ekki að venjast öðruvísi ljóðalestri en þeim, sem lagði allar áherzlur
á stuðla og rím, án tillits til efnis og innihalds. Guðmundur Björn-
son hafði mestu lítilsvirðingu á slíku ,,strokki“, sem hann kallaði svo,
og sýndi það með því að skunda fram og aftur um leiksviðið með
talsverðum handaslætti og líkamssveigjum, en ég sat undir lestrinum
sveittur af feimni yfir því, að hann yrði sér til athlægis með þessu
látbragði. Undirtektir áheyrenda voru þó mjög góðar, og blöðin fóru
lofsamlegum orðum um Ijóðalestur hans. Einn af áheyrendunum var
Ríkharður Jónsson, myndlistarmaður. Hann teiknaði síðan myndina
„Pasteurs minning", sem sýnir Dauðann horfandi hryggan í bragði
á það skarð, sem læknisfræðin hafði höggvið í ljá hans. Þessa mynd
gaf Ríkharður Guðmundi í sumargjöf þá um vorið. Guðmundur skrif-
aði undir myndina fjórar ljóðlínur úr þýðingu sinni, og hékk myndin
inni í skrifstofu hans, það sem hann átti ólifað. En eftir lát hans
gaf frú Margrét, ekkja hans, mér myndina, og hefur hún hangið í
bókaherbergi mínu þar til nú, er læknafélögin taka við henni. Það er
von mín, að henni verði valinn virðulegur samastaður hér í Domus
Medica.
Ég hef árum saman reynt árangurslaust að hafa upp á kvæðinu