Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 67

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 67
LÆKNABLAÐIÐ 165 Hippókrat og Virchow — ") fálmuðu’ í myrkrið þykkt. Sí og æ sama gáta’, og alltaf engu nær! Hvað eru pestarmóður,2 3) hvaðan gjósa þær, hremmandi herfang sitt, á hlaupum, fjær og nær? Hvers vegna? — Hvernig? — Hvað? — Pasteur það fyrstur fann. Áður vissi’ enginn neitt. Alla þá frægð á hann. ★ Niðri’ í foldu, flóði og mar, fjær og nær, og hér sem þar, niðri’ í öllu alls staðar innan stokks á grundum grónum, lifandi’ angar leyna sér, loftið þá og vatnið ber, iðar og spriklar anginn hver, dulinn vorum döpru sjónum. Hvern þeir jafnan mæða mann, morandi’ allt í kringum hann; vesöl má ei manneskjan merkja af hverju hún deyr og rotnar! Aldrei þeirra vald er valt, þeir vafra inn í holdið allt, það sem er kvikt og það sem er kalt. Þeir eru heimsins höfuðdrottnar. 2) Hippókrat, frægastur læknir í fornöld, grískur að ætt, fæddur 460 f. Kr., kallaður faðir læknisfræðinnar. Virchow (frb. Fir-kó), frægastur þýzkra lækna á 19. öld (1821-1902); fann um miðja 19. öld, að það eru frumurnar (sellurnar), sem fyrir spjöllunum verða í hverj- um sjúkdómi, en frá því á dögum Hippókrats höfðu menn jafnan haldið, að öll vesæld kæmi „af vondum vessum“. 3) Hér á landi k'annast allir vel við þessa gömlu t.rú, að einhver móða leggist yfir land og lýð í hverri drepsótt; hélzt það gamla tal um pestar-„móður“ og sótt-„gufur“, þar til er Pasteur fann „afætu-heiminn“ og flutti mönnum þann boð- skap, að það væru dullitlar ( = ósýnilegar berum augum) afætur, sem allt bölið hlytist af, öll spilling í sárum og allar farsóttir. En áður hafði hann skýrt fyrir mönnum, hvernig ýmsar dulverur valda gerð og rotnun. - - Pasteur er höfundur allra nútíðarvarna gegn sóttkveikjum; hann er einn sá mesti bjargvættur, sem uppi hefur verið, siðan sögur hófust. G. B.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.