Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1973, Qupperneq 46

Læknablaðið - 01.08.1973, Qupperneq 46
160 LÆKNABLAÐIÐ LÆKNABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands- og lTr Læknafelag Kcykjavikur 59. ÁRG. — JÚLÍ-ÁGÚST 1973 LOFSVERÐUR ÁHUGI Hin síðustu misseri hefur hópur ungra lækna æ oftar kvatt sér hljóðs í Lækna- blaðinu og jafnvel í dagblöðum. Er það Fé- lag íslenzkra lækna í Bretlandi. Lætur þetta unga fólk sér sýnilega ekkert óviðkomandi, er snertir íslenzk heilbrigðismál og sendir hverja áliísgerðina af annarri um hin marg- víslegustu málefni. Nú síðast hafa þeir kvatt heilbrigðisráðherra og ráðuneytisstjóra á sinn fund (eða öfugt) og krufið með þeim, daglangt, ástand og horfur í heilbrigðismál- um landsins. Birtast niðurstöður þess fund- ar í þessu hefti Læknablaðsins. Einstakling- ar úr þessum hópi hafa og verið ófeimnir að þeysa fram á ritvöllinn og gagnrýna hvaðeina, sem þeim finnst miður farið. Vafalaust yppta ýmsir öxlum, jafnvel reyndir félagsmálaforkólfar úr læknastétt, er þeir lesa skrif þessa unga fólks. Ýmsir munu telja, að sumar þær umbætur, sem FÍLB drepur á, séu engin nýmæli, heldui’ gamalkunnar hugmyndir, sem lengi hefur verið barizt fyrir. Enn mun talið, að sumar niðurstöður hópsins séu fremur ávöxtur kapps en forsjár og dregnar án nauðsyn- legra forsenda og upplýsinga, enda séu þessir krakkar að læra í útlandinu og iítt færir um að stjórna heilbrigðismálum á ís- landi. Slík gagnrýni kann að hitta í mark um sum ntriði. Hitt er jafnvíst, að margar hug- myndir hópsins eru frumlegar og verðar fullrar umhugsunar. Hvað gömlu hugmynd- irnar varðar, eru þær þess verðar, að blás- ið sé í þær nýjum lífsneista. Þeir, sem á horfa úr nokkrum fjarska, hafa gjarnan betri yfirsýn en þeir, sem heima sitja og einblína á eitt tré í skóginum. Enginn skyldi fussa við þeim eldmóði og umbótahug, sem marg- an fyllti á námsárunum, en koðnaði smám saman, er heim kom og menn steinrunnu inn í „rútínuna". Það er fagnaðarefni, að Læknafélag ís- lands gerði Félag íslenzkra lækna í Bret- landi að fullgildu meðlimsfélagi á nýafstöðn- um aðalfundi. Slíkt auðveldar hinu unga fé- lagi mjög að koma hugmyndum sínum á framfæri og hleypir ungu blóði og frjórri hugsun í okkar aldna félag. Læknablaðið tekur fegins hendi framlög- um hins unga hóps til líflegrar umræðu í blaðinu og vonar, að þau verði til þess, að nátttröllin rumski og taki að brýna raustina. ÞÖRF VIÐVÖRUN Grein sú um dauðsföll hérlendis af völd um barbítúrsýrusambanda, er birtist í þessu hefti Læknablaðsins, er verð fullrar athygli. Ber þar fyrst til, að hér eru í fyrsta sim „gerðar upp“ banvænar eitranir vegna þess- ara lyfja hérlendis yfir ákveðið árabil (1966- 1971). Var orðin full þörf slíkrar könnunar. í Ijós kemur, að á því 5 ára tímabili, sem um ræðir, má telja töku barbítúrsýru- sambanda beina eða óbeina dauðaorsök í a. m. k. 8 tilfollum árlega. Höfundar geta þess, að talið cé, að a. m. k. 3000 manns iátist árlega úr barbítúrsýrueitrun í Banda- ríkjunum. Sé sú tala nærri sanni, er tíðni slfkra dauðsfalla hér helmingi hærri. í grein- inni er ekki fjallað um heildartíðni barbítúr- sýrueitrana hérlendis, og er hún því ekki grundvöllur til samanburðar við önnur lönd um tíðni þeirra né árangur meðferðar. Greinin gefur hins vegar ríkulegt tilefni til, að iæknar hugsi sig um, hvað snertir ávísun slíkra lyfja. Þau atriði, sem einkum verða íhugunarefni að lestri greinarinnar loknum, eru: 1. Barbítúrsýrusambönd veita sjúklingum ekki eðlilegan svefn, heldur trufla eðli- legt svefnmynztur. 2. Barbítúrsýrusambönd eru ávana- og fíknilyf. Ávananeytendur þeirra þurfa æ stærri vímuskammta. Þol líkamans eykst ekki að sama skapi. Lítil viðbót við stóra dagskammta getur því orðið banvæn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.