Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 34
296 LÆKNABLAÐiÐ FUNDARGERÐ AÐALFUNDAR LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS 22.—23. september 1979 Aðalfundur Læknafélags Islands 1979 var haldinn í Domus Medica dagana 22. og 23. september og hófst kl. 09.00 árdegis. Formaður, Tómas Árni Jónasson, setti fund- inn og bauð velkomna fulltrúa og gesti. Gestir fundarins voru m.a. Ólafur Ólafsson landlækn- ir, Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri og Marker Simonsen yfirlæknir frá Færeyjum, sem mætti á fundinum seinni daginn. Formanni Félags læknanema hafði verið boðin fundarseta, en hann var ekki mættur. Formaður skipaði fundarstjóra Örn Smára Arnaldsson og Magnús Karl Pétursson og tók sá fyrrnefndi við fundarstjórn. Fundarritarar voru skipaðir Guðmundur H. Þórðarson, Har- aldur Dungal, Viðar Hjartarson og Jón Högna- son. Fundarstjóri síðari daginn var Magnús Karl Pétursson. Kjörbréfanefnd skipuðu Magnús Karl Péturs- son, Haraldur Briem og Friðrik J. Friðriksson. Fulltrúar á aöalfundinum voru þessir: Frá Læknafélagi Reykjavíkur: Ásgeir B. Ellertsson, Haukur S. Magnússon, Jón Högna- son, Ólafur Örn Arnarson, Viðar Hjartarson, Guðmundur H. Þórðarson, Haraldur Dungal, Magnús Karl Pétursson, Tryggvi Ásmundsson og Orn Smári Arnaldsson. Frá Læknafélagi Norðvesturlands: Friðrik J. Friðriksson. Frá Læknafélagi Vestfjarða: Tómas Jónsson. Frá Læknafélagi Vesturlands: Kristófer Þor- leifsson. Frá Læknafélagi Akureyrar: Magnús L. Stefánsson og Olfur Ragnarsson. Frá Læknafélagi Norðausturlands: Jón Aðal- steinsson. Frá Læknafélagi Austurlands: Þengill Odds- son. Frá Læknafélagi Suðurlands: Brynleifur Steingrímsson. Frá Félagi íslenzkra lækna í Bretlandi: Katrín Fjeldsted. Frá Félagi íslenzkra lækna í Sviþjóð: Har- aldur Briem. Vilhjálmur Rafnsson var áheyrnarfulltrúi frá FILIS. Hrafn Tulinius var áheyrnarfulltrúi frá Fé- lagi yfirlækna og áheyrnarfulltrúi íslenzkra lækna í Bandaríkjunum var Högni Óskarsson. Þá sátu fundinn Páll Þórðarson fram- kvæmdastjóri læknafélaganna og Skúli G. Johnsen, borgarlæknir, frá Læknablaðinu Þórð- Barst ritstjóm 09/11/1979. Sent í 12/11/1979. prentsmiðju ur Harðarson og Örn Bjarnason og frá Domus Medica Eggert Steinþórsson og Friðrik Karls- son framkvæmdastjóri. SKÝRSLA STJÓRNAR Formaður, Tómas Árni Jónctsson flutti skýrslu stjórnar. Hann minntist í upphafi látinna félaga, en fjórir félagar í L.l. höfðu látist á árinu: Arni Björn Árnason, f. 18.10. 1902. Björn L. Jónsson, f. 04.02. 1904. Hallgrímur Bjömsson, f. 24.11. 1904. Kristján Hannesson, f. 02.09. 1904. Formaður bað fundarmenn að rísa úr sætum til að heiðra minningu hinna látnu félaga. Formaður gat þess í upphafi, að lítil sem engin fjölgun hefði orðið á félögum í Lækna- félagi Islands frá 1976. Taldi hann það stafa af utanlandsferðum lækna, en nú væru fjöl- margir læknar starfandi erlendis. Lét hcinn þess getið, að lausn á þvi máli væri kannski að færa framhaldsnám inn í landið, svo sem kost- ur væri og ekki hvað sízt framhaldsnám í heim- ilislækningum. Hann kvað það alvarlegt mál, ef stöðnun yrði á fjölgun í L.I. næstu árin! Hann ræddi um framhaldsnám Islendinga í Bandaríkjunum og taldi, að breytingar á því væru í uppsiglingu. Væntanlegt væri frumvarp um, að dvalarleyfi námsmanna í Bandaríkjun- um yrði lengt í samræmi við námstímann. 1 skýrslu sinni gerði formaður að umræðu- efni öll meginatriði skýrslunnar, sem lá frammi sérprentuð á fundinum og hefir skýrslan síðan birzt í Læknablaðinu. UMRÆÐUR UM SKÝRSLU STJÓRNAR Haraldur Briem gat þess fyrir hönd íslenzkra lækna í Svíþjóð, að Sviþjóðarlæknar vildu gjarnan koma til afleysinga á íslandi, ef þeir fengju ferðakostnað sinn greiddan. Upplýsti hann, að þeir hefðu gert íslenzkum heilbrigðis- yfirvöldum boð um það, en ekki hefði fengist svar við því. Þá taldi hann, að skattlagning kæmi i veg fyrir, að menn kæmu hingað til afleysinga. Taldi hann, að læknar myndu frek- ar fara til Noregs í leyfum sinum til afleys- inga, en skattaákvæði í því landi væru þeim mun hagstæðari en hér. Hann taldi menn þar ytra hlynnta því, að framhaldsnám í heimilis- lækningum færðist inn í landið að verulegu leyti. Hann taldi þó eðlilegt og hagkvæmt, að einhver hluti þess náms yrði erlendis og jafn- vel í fleiri en einu landi. Tómas Árni Jónasson upplýsti, að hugmyndir Svíþjóðarlækna hefðu verið kynntar af lækna- samtökunum fyrir heilbrigðisyfirvöldum, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.