Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 297 ekki fengið jákvæðar undirtektir. Hann taldi það hafa sýnt sig, að lenging héraðsskyldu hefði ekki borið þann árangur, sem til var ætlazt. Taldi hann, að tilboð Svíþjóðarlækna væri jákvætt og væri æskilegt, að þessir ungu menn slitnuðu ekki úr tengslum við heima- landið. Ölafur Ölafsson upplýsti, að heilbrigðisyfir- völd vildu greiða fyrir Svíþjóðarlæknum, jafn- vel á þeim forsendum, sem þeir hefðu minnzt á, en hefðu ekki fengið jákvæðar undirtektir hjá fjármálayfirvöldum. Hann taldi útlit betra með mönnun héraða nú, en oft áður. Hann lét þess getið, að vandamál dreifbýlis væru ekki sérislenzkt vandamál, heldur væri það fyrir hendi í öðrum löndum, og minntist m.a. á Sví- þjóð, Skotland og fleiri lönd. Hann taldi, að læknar mættu taka meira tillit til neytenda en þeir hefðu gert til þessa. Hann gerði að umtals- efni þau úrræði, sem til greina kæmu og minnt- ist m.a. á hækkuð laun, aukin fríðindi, lengd héraðsskyldu eða jafnvel að leita til annarra landa og þá einkum þeirra landa, þar sem læknar væru illa launaðir, m.a. austur fyrir tjald og til Asíu. Guðmundur H. Þóröarson benti á, að ef framhaldsnám ætti að færast inn í landið, þyrfti fyrst og fremst að fjölga heilsugæzlu- stöðvum, þar sem læknar gætu stundað sitt framhaldsnám á viðunandi hátt. Auk þess þyrfti hagkvæmara launafyrirkomulag og meiri samræmingu í launum héraðslækna. Katrín Fjeldsted þakkaði stuðning við ís- lenzka lækna í Bretlandi. Vilhjdlmur Rafnsson taldi, að heimilislækn- ingar væru staðbundin starfsgrein, sem æski- legt væri að læra í því landi, þar sem menn ætluðu sér að starfa, en þó væri æskilegt, að þetta nám færi að hluta til fram erlendis, læknar kynntu sér mál í öðrum löndum og það jafnvel í fleiri en einu landi. örn Bjarnason gerði grein fyrir stöðu Læknablaðsins. Hann ræddi framkomið tilboð Dana um að prenta Læknablaðið í Danmörku og benti á, að ennþá hefði einungis verið samið um prentun á 1—2 tölublöðum. Magnús Karl Pétursson lýsti andstöðu sinni við að láta prenta Læknablaðið erlendis. Taldi hann ekki rétt að flytja þessa starfsgrein út úr landinu. Hann taldi þetta gert af velvilja hjá öllum aðilum, en gæti þó haft alvarlegar afleið- ingar, þegar fram í sækti. Hann taldi, að ekki væri nægilega gætt að því, að ýmis kostnaður við þetta gæti orðið meiri en við væri búist og benti á ferðir ritstjóra og ritstjórnarfulltrúa í sambandi við útgáfuna. Taldi hann, að þessi kostnaður gæti orðið býsna mikill. Þá benti hann á hættur, sem gætu verið samfara því að hafa tölvuupplýsingar um íslenzka menn geymdar á erlendri grund. Haraldur Briem upplýsti, að þetta hefði verið rætt meðal islenzkra lækna í Svíþjóð og hefði þeim ekki litist sem bezt á þessa ráðstöfun. Töldu þeir ekki rétt að flytja prentun úr landi og vafasamt að afhenda útlendingum tölvu- unnar upplýsingar um íslenzka menn. GuÖmundur Sigurösson upplýsti, að þetta hefði verið sameiginleg ákvörðun stjórna L.R. og L.l. að láta prenta 1—2 eintök til reynslu í Danmörku. Hann lagði áherzlu á, að hér væri um tímabundna tækniaðstoð að ræða. Taldi hann, að þetta myndi létta mikilli vinnu af skrifstofu læknafélaganna, m.a. við öflun aug- lýsinga. Hrafn Tulinius spurðist fyrir um, hvað liði því að fá Læknablaðið inn i Index Medicus. örn Bjarnason taldi, að ekki væri framundan möguleikar á, að Læknablaðið kæmist í Index Medicus. Hann upplýsti og, að ýmsar leiðir hefðu verið reyndar hér heima til að færa kostnað við Læknablaðið niður, en þær hefðu reynzt árangurslausar. örn Smári Arnaldsson taldi ástæðu til að þakka ritstjórum Læknablaðsins fyrir mjög góða vinnu við blaðið. Blaðið hefði tekið mikl- um framförum í þeirra höndum. Katrín Fjeldsted upplýsti, að Félag íslenzkra lækna í Bretlandi hefði sent bréf til Lækna- blaðsins með kvörtun yfir því, að í Læknatali væri of lítið af upplýsingum um ritstörf lækna, eftir að þeir hefðu lokið læknanámi. Þar væri um of einblínt á próf manna, en litlar upplýs- ingar um rannsóknar- eða ritstörf úr því. Brynleifur Steingrímsson ræddi um kjara- mál. Taldi hann, að forsendur fyrir héraðs- læknagjaldskrá væru skakkar. Áleit hann að þar hefði verið lögð til grundvallar meint mis- beiting á gjaldskránni. Hcinn taldi kröfur Svi- þjóðarlækna um skattaívilnanir vera ófélags- legar og sagði þá vera að óska eftir sérréttind- um. Haraldur Briem taldi það misskilning, að um sérréttindakröfur væri að ræða. Vandinn væri bara sá, að menn kæmu ekki, ef Það væri þeim fjárhagslega óhagstætt. GuÖmundur Sigurösson ræddi taxta héraðs- lækna. Hann taldi það misskilning hjá Bryn- leifi, að gengið hefði verið út frá misbeitingu taxtans. Hins vegar hefði það verið sjálfsagt að kynna sér, hvernig honum væri beitt. Taldi hann, að við gerð gjaldskrárinnar hefði verið gengið út frá 15% hækkun frá fyrri gjaldskrá. örn Smári Arnaldsson las upp álit nefndar, sem skipuð var til að gera tillögu að breytingu á grein 10 í sérfræðisamningnum. Tómas Árni Jóimsson svaraði fyrirspurn um bókasafnsmál, sem komið hafði frá FÍLB. Árið 1976 var skipuð nefnd í þetta mál. Sú nefnd hefur nú sagt af sér. Hann upplýsti, að það hefði borið á góma að tína til allar ritsmíðar íslenzkra lækna í Læknatal, en það hefði reynzt of rúmfrekt. Hefði verið horfið að því ráði að vinna að því, að gerð verði ritskrá ís- lenzkra lækna, sem komi út sem fylgirit Læknablaðsins. Ölafur örn Arnarson benti á, að misbeiting taxta ylli oft erfiðleikum við samninga og væri mikið á dagskrá við samninga. Taldi hann tillöguna um grein 10 í sérfræðisamningnum vel unna. Nokkrar umræður urðu um taxtamál. Jón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.