Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 52
306 LÆKNABLAÐIÐ manna. Þess er þá að geta, að kveikjan að öllu því, sem síðar hefur gerst, er að L.I. fékk tilboð um það, að allir læknar á Islandi fengju Nordisk Medicin i flugpósti beint frá prent- smiðju. 1 þessu sambandi er þess að geta, að danska útgáfan hefur verið prentuð í Helsing- borg, ritstjórnarskrifstofurnar eru í Stokk- hólmi, en skráning áskrifenda er í Kaupmanna- höfn. Þær upplýsingar, sem þegar eru komnar i tölvuna, eru nafn, heimilisfang, nafnnúmer, fæðingarnúmer og læknisnúmer. Má fá allar þessar upplýsingar úr símaskránni, læknaskrá, sem landlæknir gefur út árlega og úr spjald- skrá L.R./L.l. Ef allt um þryti, væri hægt að bregða sér niður á Hagstofu Islands og fá þær upplýsingar, sem upp á vantaði, gegn vægu gjaldi. Skráning svæðafélaga fer að sjálfsögðu eftir búsetu manna. Gagnsemi tölvuvinnslu Þessi tölvuskráning gerir okkur kleift að koma frá okkur simaskrá lækna í fyrsta sinn í mörg ár. Er það mál nú í athugun og takist að fjármagna fyrirtækið, mun verða unnið að því að gefa út handbók lækna á miðju ári 1980. Við símaskrána bættust þá lög og reglu- gerðir, sem varða lækna og aðrar heilbrigðis- stéttir, lög L.I. og annarra svæðafélaga, Codex Ethicus og allar þær fjölmörgu samþykktir og reglugerðir, sem varða læknasamtökin, svo og ýmsar aðrar upplýsingar, sem læknar þurfa að hafa handbærar. Hjá Læknablaðinu liggur nú handrit að efn- isskrá blaðsins 1946—1975, sem til stendur að bæta við, þannig að það nái til efnis, sem prentað verður til áramóta. Þá hefur Lækna- blaðinu verið falið það verkefni að annast út- gáfu ritskrár yfir allt, sem íslenzkir læknar hafa skrifað og er þar um slíkt feikiverkefni að ræða, að það verður ekki gert án tölvu- vinnslu. Þá er enn að telja, að fyrir dyrum stendur ný útgáfa læknisfræðiheita, sem er brýnt og þarft verkefni. Sú öra þróun, sem er í tölvutækni, bendir til þess, að innan skamms tíma gæti verið hugs- anlegt, að Læknablaðið eignaðist sjálft tölvu til notkunar við undirbúning þeirra verkefna, sem að ofan eru nefnd. Sú tækniþekking, sem er til staðar hjá Lægeforeningens forlag stend- ur okkur ókeypis til boða og því eru þær ráð- stafanir, sem nú eru gerðar, aðeins skref í átt- ina til þess, að læknasamtökin geti komið sér upp eigin búnaði og tækniþjónustu, til þess að geta svarað auknum kröfum um útgáfustarf- semi og engin goðgá væri að ætla, að aðrar heilbrigðisstéttir gætu þar notið góðs af. Tengsl LœknablaÖsins og Félagsprentsmiðj- unna/r Þá hafa verið færð fram þau rök gegn áður- nefndum ráðstöfunum, að hættulegt gæti reynst íslenskum prentiðnaði ef hérlend tíma- rit leituðu til annarra landa um þjónustu. Að því er varðar Læknablaðið veit þetta vanda- mál að Félagsprentsmiðjunni. Fyrsta eintak Læknablaðsins kom út í janú- ar 1915 og var þrykkt í Prentsmiðjunni Rún, sem tekið hafði til starfa árið áður og hafði yfir að ráða fyrstu setningarvélinni, sem hing- að kom.i Félagsprentsmiðjan var stofnuð árið 1890 og árið 1917 keypti fyrirtækið Prentsmiðj- una1 Rún og hefur Læknablaðið því í rauninni verið þrykkt í sömu prentsmiðju i 65 ár. Sam- starf við starfsfólk prentsmiðjunnar hefur jafnan verið mjög gott og varðandi þær breyt- ingar, sem í vændum eru, hefur verið haft samráð við forstjóra fyrirtækisins, Konráð Bjarnason. Er í ráði, að hann fari til Hafnar við fyrsta tækifæri og kynni sér þá tækni, sem Lægeforeningens forlag hefur yfir að ráða. Er þess að vænta, að samstarfið við Danina geti komið Félagsprentsmiðjunni til góða, að þvi er varðar upplýsingar um nýja og bætta tækni í prentiðnaði. Prentsmiðjan hefur nú yfir að ráða nýrri offsetvél og er sem óðast að endur- nýja tæknibúnað sinn. Samstarfinu við Félagsprentsmiðjuna hér heima verður haldið áfram. 1 undirbúningi er fylgirit nr. 10 og verður það, (og væntanlega 4—5 önnur), þrykkt í Félagsprentsmiðjunni á árinu 1980. I framhaldi af því er gert ráð fyrir, að prentun Læknablaðsins flytjist smátt og smátt heim og að fullu, þegar svo hefur verið gengið frá málum, að tryggt verður, að blaðið standi fjárhagslega undir sér og að það komi reglulega út a.m.k. 10 sinnum á ári. Þegar það hefur tekizt, hafa þær ráðstafanir, sem hér hefur verið um fjallað, náð tilgangi sínum. TILVITNUN 1. Fjögur hundruð ára saga prentlistarinnar á Islandi eftir Klemens Jónsson. Reykjavík. Félagsprentsmiðjan. MCMXXX. „The Board of Directors of the American Cancer Society, on recommendation of its Committee to Advance the Worldwide Fight Against Cancer, has estabiished the Audrey Meyer Mars Inter- national Fellowship in Clinical Oncology to provide qualified physicians and surgeons from out- side the United States with a year of advanced training in clinical cancer management at a parti- cipating institution in the United States. A single Fellowship will be offered each year, and appli- cations will be solicited from one selected country each year. It is our great pleasure to advise that Iceland has been selected as the next country which applicants will be solicited for a fellow- ship to be awared in 1981.“ Allar nánari upplýsingar veitir forseti læknadeildar H.I., Víkingur H. Arnórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.