Kraftur - 01.06.2005, Blaðsíða 5

Kraftur - 01.06.2005, Blaðsíða 5
em /(()'<)«/' - segir Asgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir Þá ertu farinn að finna of mikið af góðkynja breytingum sem valda ónauðsynlegum skurðaðgerðum og þessháttar. Þannig að á flestum stöðum þar sem skimunarrannsóknir eru gerðar á brjóstum þá er byrjað annað hvort í kringum fjörutiu ára eða fimmtíu ára. Þessi aldur á milli fertugs og fimmtugs getur verið erfiður vegna þess að það er mikið af góðkynja breytingum," segir Ásgerður sem engu að síður hvetur konur á öllum aldri til að láta skoða sig finni þær fyrir breytingum i brjóstum sem ganga ekki til baka eftir mánaðarlegar tíðir, en þá eiga sér stað miklar hormónabreytingar i brjóstum. Hún segir að hægt sé leita til heimilislæknis eða hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins finni konur fyrir breytingum i brjóstum. Að sögn Ásgerðar hefur brjóstakrabbamein verið griðarlega mikið rannsakað á siðustu árum og nokkur framþróun hafi átt sér hvað rannsóknirnar varðar. „Sjúklingar með brjóstakrabbamein hafa verið i góðum höndum hvað rannsóknir varðar. Fyrst og fremst má segja að miklar framfarir hafa verið í meðferðum við krabbameini í brjósti sem er mjög gleðilegt. Þessar rannsóknir hafa leitt til árangurs i meðferð og þar er mikið að gerst. Einkum er um að ræða framþróun í lyfjameðferðum þar sem ný krabbameinslyf, mótefni og ónæmislyf hafa komið fram," segir hún. Hvernig stendur ísland í samanburði við nágrannalöndin hvað varðar greiningu á brjóstakrabbameini? „Eftir þeim tölum sem ég hef séð þá er tíðnin hér á landi sambærileg og á Norðurlöndunum. Þar sem ísland hins vegar sker sig úr varðandi brjóstakrabbamein er tíðni á ættlægu krabbameini, eða krabbameini sem tengist erfðum. Það hlutfall er mun hærra hér á landí en i nágrannalöndunum," segir Ásgerður og bætir við að hún telji að l'sland sé mjög framarlega i heiminum þegar kemur að erfðafræðirannsóknum, enda sé landið litið og einangrað og þvi kjöraðstæður þegar kemur að rannsóknum á sviði erfðafræði. Stuðningsfélög skipta máli Nú hefur þú starfað erlendis um árabil og ert tiltölulega nýkomin heim aftur. Hvernig finnst þér aðbúnaður hér á landi? „Það er kannski svolitið erfitt fyrir mig að segja þar sem ég er eiginlega nýkomin heim og hef ekki séð alla fteti á þvi máli. Það er hins vegar ákveðinn munur á milli landa og meira að segja ákveðinn munur innan landa, hvort um er að ræða stórborg eða úti á landi," segir hún. „Mér sýnist hins vegar aðbúnaður vera góður hérna á íslandi. Það virðist ganga mjög hratt að fá greiningu og komst í með ferð hjá sérfræðingum og lítil töf, enda virðast hlutirnir ganga hratt og vel fyrir sig þegar maður er kominn á réttan stað i kerfinu. Það er mikilsvirði. Fyrir konur sem uppgötva hnút i brjósti eða eru hræddar um að þær séu með brjóstakrabbamein þá er það mjög mikil angist og sálrænt erfitt að biða jafnvel vikum saman að komst í rannsóknir og hitta lækni," segir Ásgerður. Ásgerður segir að til samanburðar hafið það getað tekið nokkrar vikur að komast i læknisskoðun í Stokkhólmi út af ógreindu krabbameini. Magn sjúklinga sé gifurlegt í Svíþjóð og erfitt hafi verið að fá tima, þannig að raða hafi þurft beiðnum um læknisskoðanir mjög stift. „Reynt var að meta hvort liklegt væri að ákveðnar konur væru með hnút og hvort um væri að ræða merki um krabbamein. Þær konur sem taldar voru vera með krabbamein var reynt að koma þeim að sem fyrst. Siðan þurfti oft að biða lengi eftir að komst i meðferð. Þetta virðist ekki vera vandamál hér á landi," segir hún. Að takast á við erfiðleika með opnum huga Gœtum vió lœrt eitthvað af nágrannalöndunum? „Alþjóðasamstarf og að vera í tengslum við það sem er að gerast i umheiminum er gifurlega mikilvægt í öllum svona atriðum. Það er ekki hægt að tapa á þvi. Það er öllum hollt að sjá hvernig aðrir fara að og kynnast öðrum starfsháttum, eins og við læknar og hjúkrunarfólk gerum reyndar töluvert af. Það er ekki nóg að vera ánægður með það hvernig við höfum það hérna heima vegna þess að maður getur alltaf lært og bætt i reynslubankann," segir Ásgerður og bætir við: „Ekki einungis vegna þess hvað við getum gert betur, heldur einnig til að sjá hvað við gerum virkilega vel og kannski betra en aðrir." „Að fá krabbameinssjúkdómsgreiningu er mikið áfatl fyrir atla," segir Ásgerður. „Hins vegar er mismunandi er hvernig fólk vinnur úr þvi. Fyrir sumar konur eru þannig fréttir eins og að takast á við vinnu eða verkefni. Það getur verið góð leið til að vinna sig út úr erfiðleikunum á þann hátt. Ef það tekst er það oft mjög farsætt, en vissutega er hægt að tenda í krísu fyrr eða siðar," segir hún og bætir við að sjátfsagt sé altur gangur á þvi hvernig sjúklingar ráða við áfatt eins og að fá krabbamein. „Það er náttúrulega jákvæð og viðráðanteg teið að taka á þessum áföttum sem verkefni eða vinnu sem maður gengur í gegnum. Þar sér maður kannski mun á istenskum konum og sænskum. ístenskar konur eru harðar og taka þvi sem verða vitt af dugnaði og krafti og leggjast ekkert i kör við áföttum, þó vissulega sé attur gangur á því. Þær hatda margar áfram i vinnu á meðan meðferð stendur en það er ekki atveg jafn algengt i Skandinaviu," segir Ásgerður. Ásgerður tetur að geysitega mikitvægt sé að stuðningsfétög í tikingu við Kraft séu til staðar og slik félög geri mikið gagn. Hún segir að margir teiti sér upptýsinga og þá kannski upptýsinga sem heitbrigðisstarfsfótk geti stundum ekki gefið. Fyrir marga hjálpi það til að ræða við aðra sem tent hafa í þeirri stöðu að greinast með sjúkdóm. „Ég hetd að íslendingar séu á réttri teið i þessum efnum. Ég þekki hins vegar ekki atveg nógu vet tit hvað hefur verið að gerast í þessum efnum hér á landi, en hef ekki heyrt neitt nema jákvætt," segir hún. Nokkuð er um stuðningsfélög hér á landi hvað varðar krabbamein. Hvernig er slíku háttað í Svíþjóð? „Það eru sterk félög sjúktinga sem hafa haft brjóstakrabbamein. Það virðist vera nokkuð atgengt fyrirbæri að brjóstakrabbameinssjúktin gar hafa með sér stuðningsfélög, en hins vegar i stórborgum, þar sem mikið er af innflytjendum sem tata ekki tungumálið og koma úr attskonar þjóðfétagsstigum, þá ná þessi fétög ekki alttaf til attra. í tittu samfélagi eins og hér á tandi hetd ég að stuðningsfélög séu virkari og kannski auðvetdara að komast i tengst við stuðningshópa hér," segir Ásgerður og bætir við að smæðin gerir það að verkum að hér á tandi fréttist altt á mitli sjúktinga sem eru mjög meðvitaðir um hvað aðrir sjúklingar eru að fara i gegnum. „Þetta hefur að sjátfsögðu atlt sina kosti og gatta og það hentar kannski ekki öttum að vera i of nánu sambandi við aðra sjúklinga, en það er hafa kost á því," segir hún. altavega mjög gott að 5

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.